gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

föstudagur, mars 31, 2006

Langt er sidan sidast.

Er buinn ad vera ad lesa upp eitt fag og gera verkefni i langan tima nuna og hef ekki einu sinni gefid mer tima til ad blogga svo dogum skiptir. Annars hefur fatt annad komist ad annad en thetta svaka verkefni i Hagvaxtarfraedi (fagid sem vid byrjudum i bara um daginn).

En nuna kemur leikur nr. 9.

Leikur 9: Fyrsta visbending: 5 stig.

Spurt er um konu.
Samkvæmt sludurblodum, skammast konan sin fyrir eiginmann sinn a akvednu svidi.

sunnudagur, mars 26, 2006

Tíminn líður trúðu mér...

Fór í partý til Ketils á Grönjordkollegíinu í gærkvöldi. Við Baldur ákváðum þó að glápa á Spaugstofuna á undan, okkur langaði nefnilega til að sjá Silvíu myndbandið þeirra. Síðan fórum við út á Hovedbanen og biðum þar eftir stúlkum tveim sem komu til Kaupmannahafnar í smá heimsókn til Baldurs. Það reyndist eitthvað erfitt að ná í Ketil í síma og ákváðum við því að hringja nokkrum sinnum í Balas (ungverska hagfræðidúddann) til að spyrja hann um Ketil. Eftir röð misskilninga, fórum við loks út á Grönjord og bönkuðum uppá hjá Katli. Þá var hann bara sofandi en við drifum hann í hörkudrykkju.
Fór síðan með Metro niður á Nörreport eftir það djamm og ákvað þar á eftir að fara með næturstrætó en þá fyrst varð ég mjög ruglaður. Ég var ekki alveg viss, en mér fannst eins og fullt af dagsstrætóum væru farnir að keyra, en klukkan mín var ekki nema rétt rúmlega fjögur. Ég komst þó út á Radhuspladsen og tók þá eftir því að klukkan á Ráðhúsinu sýndi 5.00. Þá kom loksins skýringin á þessu, það var að sjálfsögðu verið að skipta yfir í sumartíma á miðnætti.

En það er annars komið svar við NBA spurningunni minni. Það var hann Þórir sem kom með svarið og hlýtur 4 stig fyrir. Þórir "skaut" á Dr. J. eða goðsögnina og loftfimleikamanninn Julius Erving og var það hið rétta svar. Kalli var aðeins of seinn.
Julius Erving var átrúnaðargoð eins annars mjög þekkts körfuboltamanns, en það var enginn annar en sjálfur Michael Jordan, besti körfuboltamaður sem uppi hefur verið. Hans heitasta ósk var að fá að spila á móti Dr. J. og það rættist þegar Jordan var nýliði. Julius Erving spilaði eitthvað smá með Philadelphia til viðbótar en hann var náttúrulega orðinn ansi gamall þegar þetta var.

Stigataflan eftir 8 leiki:

1.-2. Bidda 5 stig
1.-2. Anna Ósk 5 stig
3.-6. Þórir Hrafn 4 stig
3.-6. Helgi Heiðar 4 stig
3.-6. Baldur 4 stig
3.-6. Jón Ólafur 4 stig
7.-8. Sverrir 2 stig
7.-8. Gauti 2 stig

Nú fer að magnast gríðarleg spenna í þessum leik. Það getur allt gerst. En þær Bidda og Anna leiða þó keppnina ennþá. Nýr leikur á morgun.

föstudagur, mars 24, 2006

Það voru margir góðir körfuboltamenn nefndir hér. En því miður var enginn þeirra réttur. Þess vegna set ég nú nýja vísbedingu.

Leikur 8: Önnur vísbending: 4 stig.

Körfuboltamaðurinn var mikill "slammari" .

fimmtudagur, mars 23, 2006

Sólin hún skín

Jæja, þá er sólin loksins farin að skína eitthvað að ráði og svei mér þá ef það eru ekki um 7°C þegar sólin kemur undan skýjum. Annars var Kristín að yfirgefa mig í gærdag. Hún fór í heimsókn til Árósa að hitta hana Rós (eina af stellunum fræknu), ásamt henni var með í för leiklistagyðjan Jósa (Draumleikur).

Þessa dagana el ég manninn í Öresundskollegiet þar sem fótbolti er á boðstólum annað hvert kvöld og ekki er ónýtt að hafa eitt stykki Jón Viðar þarna. En meningin er að sækja þau hjónin heim í kveld og láta féfletta sig í Texas Hold'em.

Það er náttúrulega búið að skipuleggja helgina í gott djamm. A.m.k. er annað kvöld frátekið fyrir stórtónleika TRABANT!!! Það verða ef ég þekki þá rétt NASTY tónleikar. En ég held bara að allir íslendingarnir sem ég þekki hér úti séu að fara á tónleikana. Það bara verður að redda fyrir- og eftirpartýum.

En er þá ekki bara málið að vinda sér í svossum eina NBA spurningu fyrir hann Óla kallinn. Hann verður nú að fara að komast inn á stigatöfluna.

Leikur 8: Fyrsta vísbending: 5 stig.

Spurt er um körfuboltamann.
Körfuboltamaðurinn er svartur á hörund og er hættur störfum.

miðvikudagur, mars 22, 2006

Jú jú Júróvisjón Júsjenkó var það

Danske Bank er í fréttunum hérna úti í dag, fyrir það eitt að fara ófögrum orðum yfir íslenskt efnahagslíf og það í 12 síðna pappír.

Bankastjórinn sagði í fréttum að íslenskt efnahagslíf mætti fara að búa sig undir harða lendingu sem myndi enda í kreppu árið 2007. Auk þessa hefur komið fram að Íslandi sé líkt við Tyrkland og Taíland, vegna aukinnar erlendrar lántöku. Það er nú eðlilegt þar sem viðskiptahallinn var met á síðasta ári. Hann viðurkenndi þó að Danske Bank hefði aldrei gert svona greiningu fyrir Ísland áður og þekkingin á efnahagslífinu heima væri ekki það mikil (pappírinn hefði þó mátt vera 13 síður hehe).

Mér finnst þessi umfjöllun ekki nógu sniðug, þar sem ég tel hana OF neikvæða fyrir Ísland (trúlega segi ég það vegna þess að ég er fátækur námsmaður í Danmörku og er vitanlega háður íslenskri krónu). Til að mynda hækkar leigan hjá manni um 4-5 þúsund kall milli mars og apríl. Einnig hefur fyrirtæki eins og Nykredit beinlínis hvatt danska fjárfesta til að losa stöður í íslenkum skuldabréfum sem grafa undan krónunni. Þetta s.s. getur veikt krónuna en sumir myndu þó segja að hún mætti það alveg þar sem hún var alveg nógu sterk fyrir. En punktur minn er samt sá að íslenskt efnahagslíf með þennan mikla hagvöxt á þetta ekki skilið af frændum okkar dönum. Það verður þó fróðlegt að sjá þjóðhagsspá Seðlabankans þann 30. mars nk.

En nú að leiknum.

Það er komið svar við spurningunni. Það var hann Sverrir sem stimplaði sig sterkur inn í keppnina og hlýtur hann tvö stig fyrir. Svarið var að sjálfsögðu forseti Úkraínu, Viktor Yushchenko sem lærði hagfræði á yngri árum og var síðan svona gríðarlega óheppinn að fá þessa díoxín eitrun rétt fyrir þingkosningarnar árið 2004. Deildar eru þó meiningarnar um hvernig hann hlaut þessa eitrun sem afskræmdi þennan annars myndarlega mann.


Stigataflan eftir 7 leiki:

1.-2. Bidda 5 stig
1.-2. Anna Ósk 5 stig
3.-5. Helgi Heiðar 4 stig
3.-5. Baldur 4 stig
3.-5. Jón Ólafur 4 stig
6.-7. Sverrir 2 stig
6.-7. Gauti 2 stig

mánudagur, mars 20, 2006

Þengill var með góðar ágiskanir. Það getur að sjálfsögðu verið erfitt að grafa upp nöfn á þeim sem standa á bakvið lögin í Eurovision. En ég tek að sjálfsögðu fram að þessi maður á að vera almennt frekar þekktur.

En þá er bara að fá fjórðu vísbendingu.

Leikur 7: Fjórða vísbending: 2 stig.

Árið 2004 verður manninum trúlega lengi í minnum haft, þar sem hann gekk í gegnum ótrúlega lífsraun sem hefði getað dregið hann til dauða, auk þess að hafa náð mjög mikilvægum árangri á lífsferli sínum á því ári.

sunnudagur, mars 19, 2006

Skegg skal eigi skert...

Góð helgi búin. Fórum á Fredagsbaren saman hagfræðidrengirnir og vorum með ungverjunum Balas og Thomas. Fórum síðan í Christianhavn og skelltum okkur í Arkitektapartý. Þar hittum við náttúrulega íslendinga sem við ræddum við. Misskilningur olli því að ég fór heim mun fyrr en ella. Ég hafði víst haldið að við ætluðum heim þegar við stigum í strætóinn en strákarnir héldu áfram djamminu.

Nú erum við Ketill og Baldur komnir með áskorun. Við ætlum ekki að skerða skegg okkar fyrr en 10°C sjást á hitamælunum. Þá munum við raka allt skeggið af, fyrir utan mottuna sem við verðum að vera með í einn dag.

Við Kristín fórum síðan í gær í partý hjá Láru og Óla. Þar voru Siggi Ágúst, Hannes, Björn, Þórunn, Einar, Margrét, Anna og Hákon komin saman. Siggi og Hannes komu hér og verða út helgina. En í dag gláptum við Óli, Hannes og Siggi á Newcastle - Liverpool lekikinn sem við tölum ekkert meira um.

Þá er það leikurinn.

Leikur 7: Þriðja vísbending: 3 stig.

Maðurinn heldur mikið upp á appelsínugulan lit.

föstudagur, mars 17, 2006

Nei ekki var það ég sjálfur

...og ekki neinn þessara annars ágætu hagfræðinga sem nefndir voru. Það er víst óhætt að segja að John Forbes Nash (Beautiful Mind) komist ekki með tærnar fram úr Steve Nash, þar sem sá síðarnefndi er með ábyggilega mun stærri lappir en John gamli Nash, enda hávaxinn dripplari hjá Dallas Mavericks. En þegar á að fara að útleiða jöfnur, þá treður John Forbes all svakalega yfir greyið Steve.

Annars erum við, Baldur, Jón Viðar og Ketill að fara að skella okkur á Fredagsbarinn og fagna með honum Patreki. Guinness og skrúðganga, hvað getur verið betra?

Leikurinn heldur þó áfram eins og ævinlega.

Leikur 7: Önnur vísbending: 4 stig.

Maðurinn var með í Eurovision í fyrra.

fimmtudagur, mars 16, 2006

Kalt - hlytt - kalt

Ja, thad er nu svo. I Køben er ad hlyna vonandi en svo var eg ad heyra ad thad yrdi ekki lengi. Hannes, Siggi Agust og Hakon verda tho heppnir, thar sem their verda staddir her um helgina og thad er buid ad spa hlyju vedri alla helgina. Eftir helgina a tho ad kolna aftur. Eg er annars ordinn daudleidur a thessum kulda. Eg gæti alveg eins verid a Islandi.

Eg er ad hugsa um ad taka askorun Ola um NBA spurningu, thar sem sa leikur virkadi vel i "Hver er madurinn" leiknum i bilnum a leidinni til Jotlands um sidustu helgi en eg ætla tho ad bida med thad thangad til i 8. leik. Fostbraedur og Simpsons eru einnig godar hugmyndir fra Joni :)

Her er annars 7. leikur


Leikur 7: Fyrsta visbending: 5 stig.

Spurt er um karlmann.
Madurinn er hagfrædingur.

miðvikudagur, mars 15, 2006

Ertu ekki að kidda mig?!? Það er komið svar við Leik 6. Það var engin önnur en Bidda sem hafði sigur af hólmi í þessum leik og hlýtur hún því 5 stig í þessari annars æsispennandi keppni. Þetta eru greinilega mjög léttar spurningar hehe. Ég þarf að fara að gera þær þyngri. En svarið við leik 6 er annars þýska leikkonan og þokkadísin, Marlene Dietrich sem byrjaði leikferil sinn sem Kaparettdansari í Berlin. Þá var ekki aftur snúið og fór hún í kjölfarið beint til Hollywood til að leika í kvikmyndum eins og Blue Angel og Blonde Venus ásamt fjölda annara kvikmynda. Dietrich varð fjörgömul, eða níræð og dó af náttúrulegum ástæðum árið 1992.


Stigataflan eftir 6 leiki:

1.-2. Bidda 5 stig
1.-2. Anna Ósk 5 stig
3.-5. Helgi Heiðar 4 stig
3.-5. Baldur 4 stig
3.-5. Jón Ólafur 4 stig
6. Gauti 2 stig

Þar með skaust Bidda við hlið Önnu Ósk og er greinilegt að það verður bara hart barist á næstunni.

Nýr leikur á morgun.

þriðjudagur, mars 14, 2006

3 ár!!!

Í dag eru nákvæmlega þrjú ár síðan við Kristín byrjuðum saman. Það er langur tími en samt eitthvað svo stuttur ef maður hugsar út í það. Á þessum tíma höfum við búið á sex stöðum sem er ekkert smá mikil flutningsvelta að mínu mati.

Annars komu líka þær fréttir í dag að mennirnir í brúnni í meistaranáminu heima, samþykktu loks kúrsavalið okkar Baldurs. Löng barátta að baki þar.

Nú er það leikur 6.

Leikur 6: Fyrsta vísbending: 5 stig.

Spurt er um konu.
Konan gerðist bandarískur ríkisborgari á fjórða áratug síðustu aldar.

mánudagur, mars 13, 2006

Kaupmannahöfnin á ný

Þá erum við komin á ný til Kaupmannahafnar. Ferðin til Jótlands var algjört æði. Fórum í fjallgöngu, út að borða, í póker, í keilu, lúdó og Trivial Pursuit. Allt á einni helgi!!! Að hugsa sér.
Fórum klukkan 17 af stað, tókum ferjuna frá Odden og yfir til Ebeltoft. Fengum síðan geggjað hús í sveitinni í kringum Århus. Föstudagskvöldið var bara notað í tjill í villunni okkar, (men det var så skide billigt, kun 200 kroner , to natter). Á laugardaginn fórum við upp á Himmelbjerg og til Århus á Yarisunum okkar. í Århus fórum við í keilu og út að borða um kvöldið. Þar hittum við jafnframt Árnýju matarklúbbskonu með meiru og var hún hin hressasta. Um kvöldið vorum við hins vegar á sveitasetrinu og spjölluðum og spiluðum póker langt fram á nótt.
Á sunnudaginn var svo farið til Århus aftur að skoða "den gamle by" sem er frá því um 1700. Síðan var farið með snekkjunni heim til Kaupmannahafnar.
Jolli kom í heimsókn í gærkvöldi og gisti nóttina.

Þá er best að snúa sér loks að leiknum. Hef víst ekki komist á netið alla helgina vegna ferðarinnar en það er kominn nýr sigurvegari og það er hann Helgi Heiðar (Holy Hills). Hann svaraði: spegill og hlýtur að launum 4 stig.

Stigataflan:

1. Anna Ósk 5 stig
2.-4. Helgi Heiðar 4 stig
2.-4. Baldur 4 stig
2.-4. Jón Ólafur 4 stig
5. Gauti 2 stig

Það er samt Anna sem trónir á toppnum en það er víst farið að hitna í kolunum hér. Ný spurning á morgun.

föstudagur, mars 10, 2006

Til Jótlands skal haldið

Fór í gær í póker með hagfræðidrengjunum og var til að byrja með að drepast vegna hita og beinverkja. Það var ekki fyrr en Alma og Jón (hjá þeim við vorum í heimsókn) gáfu mér íbúfen og ristað brauð að ég fór að skána. Hafði ekki komið pizzunni minni niður vegna lystarleysis. Var nokkuð sáttur eftir það.

Í morgun kárnaði þó gamanið því ég var kominn með hitann og beinverkina aftur og var því útlit fyrir að ég kæmist ekki í Jótlandsferðina sem við Kristín, Lára, Óli, Einar, Margrét, Björn og Þórunn ætluðum í í dag. Kristín reddaði mér hins vegar paratabs og ég var kominn á ról eftir 2 klukkutíma. Komst reyndar ekki í tíma í morgun, sem ég var frekar fúll með. Annars erum við s.s. að fara að drífa okkur í ferðina núna eftir smástund.

Leikurinn heldur hins vegar áfram.

Leikur 5: Önnur vísbending: 4 stig.

Það er óhætt að segja að tól og tæki og jafnframt flestir hlutir slitni eitthvað með endurtekinni notkun. Það á þó ekki við í tilfelli þessa hlutar.

fimmtudagur, mars 09, 2006

Erfiðir tímar framundan

Í gær urðum við Ketill, Baldur og Jón Viðar fyrir miklu áfalli! Eitt námskeiðið; Peningahagfræði féll niður. Undanfarna daga hefur fyrirlestrum í námskeiðinu verið frestað að ósk kennarans okkar. Síðan var það ekki fyrr en í gær að tilkynning kom frá honum að hann væri búinn að aflýsa námskeiðinu sem þýðir að það verður ekki kennt meira fram á vorið, hvorki með afleysingakennara né með öðrum hætti.

Ástæðan fyrir þessari frestun var sú að kennarinn okkar veiktist skyndilega í byrjun annar og er ekki alveg vitað hvað hefur komið fyrir. Þetta setur auðvitað allt úr skorðum fyrir okkur strákana þar sem við erum bæði háðir námslánum (sem eru nú engin ósköp) og líka að Baldur hefði þurft að fresta útskrift. Við fórum þó á neyðarfund til kennara sem kennir hagvaxtarfræði og erum að reyna að koma okkur inn í það námskeið. Hér er s.s. þrotlaus vinna framundan að lesa upp mánuð af heilu mastersfagi og gera svo stórt verkefni í lok mars, (fyrir utan það að bókin og námsgögn kosta um 7 - 8 þús. kall í viðbót).

Nú er það hins vegar Spurning 5.

Leikur 5: Fyrsta vísbending: 5 stig.

Spurt er um hlut.

Hlutinn má finna á öllum heimilum. (Alla vega 99,5% heimila á Íslandi).

miðvikudagur, mars 08, 2006

Það er rosalega gaman að búa í Kaupmannahöfn, ég mæli eindregið með því við fólk. En það getur verið rosalega pirrandi þegar iðnaðarmenn hafa verið að vinna í götunni sem þú býrð í, í hált ÁR!!! Þeir byrja alltaf klukkan fimm að vinna og eru þá með svaka hávaða. Þeir t.d. þurfa alltaf að ræða málin fyrir utan gluggann hjá okkur og helst að nota hamar og einhvern meitil til að gera okkur lífið leitt. Þó maður þurfi að vakna snemma, þá er kannski full mikið að vekja mann klukkan 5 með bor, meitli, dráttarvél eða múrsteinasturti!!!

Svo hefur maður ekki séð neitt gerast!!!

Það er annars komið svar við spurningu 4 og það var enginn annar en Balur sem gat rétt í þetta skiptið. Svarið er Jimmy Hoffa, Teamsters verkalýðsforinginn snjalli sem spurt var um hér. En eins og frægt er orðið, hvarf hann með undarlegum hætti árið 1975 eftir meint tilræði mafíunnar við hann. Hann hefur aldrei fundist!

Stigataflan eftir 4 leiki:

1. Anna Ósk 5 stig
2.-3. Balur 4 stig
2.-3. Jón Ólafur 4 stig
4. Gauti 2 stig

þriðjudagur, mars 07, 2006

Mörg góð svör eru komin en það er ljóst að ekki fást 5 stig í þetta sinnið.

En nú er það bara vísbending 2.

Leikur 4: Önnur vísbending: 4 stig.

Starf mannsins sem um ræðir tengdist vörubílum.

mánudagur, mars 06, 2006

Hefst þá nýr leikur. Nánar tiltekið; leikur nr. 4. Ætli maður hafi þetta ekki svona 15 leiki allt í allt. Þá verður einhver sigurvegari krýndur.

Leikur 4: Fyrsta vísbending: 5 stig.

Spurt er um karlmann.
Hann fæddist á öðrum áratug síðustu aldar og var snemma sagt um hann að hann væri "natural born leader" !

laugardagur, mars 04, 2006

Þetta er bara fáránlegt!!! Miðað við vísbendinguna, hefði ég haldið að enginn ætti að hafa getað upp á því hver þetta var sem ég var að spyrja um... en það tókst og því er kominn enn einn nýr leiðandi keppandi. Það er hún Anna Ósk sem giskaði á Pál Vilhjálmsson, sem er rétta svarið við þessari spurningu. Hún fær því verðskulduð 5 stig fyrir þessa frammistöðu. Alveg hreint magnaður asskoti, Hvernig fórstu eiginlega að þessu, Anna?!?

Þetta er hann Páll Vilhjálmsson, sem var uppáhaldið mitt þegar ég var lítill:


Stigataflan:

1. Anna 5 stig
2. Jón Ólafur 4 stig
3. Gauti 2 stig
Í dag var tekið til á ganginum. Það veitti reyndar ekki af því. Það hefur trúlega ekki verið þrifið þar í 3-4 ár. Allt fullt af kóngulóarvefjum, tyggjóslummum og ógeði. Skíturinn var ansi fastur á gólfinu en með miklu nuddi tókst að þrífa þetta. Gólfið í vaskahúsinu var eiginlega orði hvítt af öllu kalkinu sem hefur lekið á það í gegnum árin. Síðan var þvottavélin öll út í hörðu þvottaefni, kalki og drullu, en eftir slatta af skrúbbi komumst við að því hvaða gerð þvottavélin var.

Jæja, nú kemur ein mögnuð spurning. Hún er kannski svolítið erfið en ég held að flestir ættu að kannast við það sem spurt er um.

Leikur 3: Fyrsta vísbending: 5 stig.

Spurt er um persónu.
Persónan kom fram í Ríkissjónvarpinu ansi mikið á miðjum áttunda áratugnum í ákveðnum þætti. Það hefur einnig verið gefin út bók um persónuna.

miðvikudagur, mars 01, 2006

Nú hefur rétt svar borist við leik númer 2 og stóð hann ekki lengi. Í þetta sinn var það enginn annar en Jón Ólafur, a.k.a. Johnny Ola, sem hafði sigur úr býtum og fær hann að launum 4 stig og er staðan því orðin:

1. sæti Jón Ólafur 4. stig
2. sæti Gauti 2. stig

En svarið við leik númer 2 var annars strokleður.
Við Kristín fórum að gamni á kóræfingu hjá Kammerkórnum Consensus, sem er kór innan stjórnmálafræðinnar í gærkvöldi. Það var hún Hilla sem dobblaði okkur í þetta og leist okkur bara vel á. Það má segja að orðið "Consensus" þyði í þessu samhengi: Samhljómur!!! Clever ?!?

Margar ansi góðar ágiskanir eru komnar við fyrirbærinu en engin sú rétta. Næsta vísbending er því á leiðinni:

Leikur 2: Önnur vísbending: 4 stig.

Oft verða mistök valdur að nýjum uppfinningum og á það við í okkar tilfelli. Fyrirbærið tengist hefðbundnu heilhveitibrauði en er þó samt óskylt.