Tíminn líður trúðu mér...Fór í partý til Ketils á Grönjordkollegíinu í gærkvöldi. Við Baldur ákváðum þó að glápa á Spaugstofuna á undan, okkur langaði nefnilega til að sjá Silvíu myndbandið þeirra. Síðan fórum við út á Hovedbanen og biðum þar eftir stúlkum tveim sem komu til Kaupmannahafnar í smá heimsókn til Baldurs. Það reyndist eitthvað erfitt að ná í Ketil í síma og ákváðum við því að hringja nokkrum sinnum í Balas (ungverska hagfræðidúddann) til að spyrja hann um Ketil. Eftir röð misskilninga, fórum við loks út á Grönjord og bönkuðum uppá hjá Katli. Þá var hann bara sofandi en við drifum hann í hörkudrykkju.
Fór síðan með Metro niður á Nörreport eftir það djamm og ákvað þar á eftir að fara með næturstrætó en þá fyrst varð ég mjög ruglaður. Ég var ekki alveg viss, en mér fannst eins og fullt af dagsstrætóum væru farnir að keyra, en klukkan mín var ekki nema rétt rúmlega fjögur. Ég komst þó út á Radhuspladsen og tók þá eftir því að klukkan á Ráðhúsinu sýndi 5.00. Þá kom loksins skýringin á þessu, það var að sjálfsögðu verið að skipta yfir í sumartíma á miðnætti.
En það er annars komið svar við NBA spurningunni minni. Það var hann
Þórir sem kom með svarið og hlýtur 4 stig fyrir. Þórir "skaut" á
Dr. J. eða goðsögnina og loftfimleikamanninn
Julius Erving og var það hið rétta svar. Kalli var aðeins of seinn.
Julius Erving var átrúnaðargoð eins annars mjög þekkts körfuboltamanns, en það var enginn annar en sjálfur
Michael Jordan, besti körfuboltamaður sem uppi hefur verið. Hans heitasta ósk var að fá að spila á móti Dr. J. og það rættist þegar Jordan var nýliði. Julius Erving spilaði eitthvað smá með Philadelphia til viðbótar en hann var náttúrulega orðinn ansi gamall þegar þetta var.
Stigataflan eftir 8 leiki:1.-2. Bidda 5 stig1.-2. Anna Ósk 5 stig3.-6. Þórir Hrafn 4 stig3.-6. Helgi Heiðar 4 stig3.-6. Baldur 4 stig3.-6. Jón Ólafur 4 stig7.-8. Sverrir 2 stig7.-8. Gauti 2 stigNú fer að magnast gríðarleg spenna í þessum leik. Það getur allt gerst. En þær Bidda og Anna leiða þó keppnina ennþá. Nýr leikur á morgun.