gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

þriðjudagur, janúar 27, 2009

Jamm og jæja...

Ekki gott Ekki gott. Nú er s.s. kippt úr sambandi allri skynsemi. Geri mér reyndar smá grein fyrir að aldrei hefði verið hægt að mynda eina einustu þjóðstjórn, þar sem svo mikil agreiningsefni voru um hver skyldi sitja í hásætinu. Hr. Ólafur Ragnar fer þarna líklega eftir sinni sannfæringu. Líklega væri staðan ekki svona ef Geir hefði ekki greinst með krabbann. Nú lítur hann svo á að hann víkji eftir kosningarnar og hætti á þingi. Þetta er náttúrulega ekki gott fyrir stöðu Sjálfstæðisflokksins. En stundum kippa æðri máttarvöld í spottana.

Út frá mínum bæjardyrum er hér verið að taka úr sambandi miklar aðgerðir sem farið hefur nú þegar í vegna efnahagsþrenginganna. Fáum í staðinn VG þarna inn sem hafa ekki gert neitt nema að segja að nú þurfi að gera eitthvað. Aldrei kom neitt út úr þeirra munni um hvernig þeir ætluðu að taka á málunum.

Æ mér líst ekkert á þetta. Verður ekki bara atvinnuleysinu viðhaldið með þessum hætti. Ýmsir sjóðir stofnaðir sem verða fyrst núna spillingu að bráð osfrv.? Vonandi verður skynsemin aftur uppi á teningnum í maí.

sunnudagur, janúar 04, 2009

Gleðilegt nýtt ár 2009...

Þá er tími áramótaheitanna runninn upp. Líklega fara þau nú öll í vaskinn hjá mér í janúar en ég ætla þó að heita sjálfum mér að undirbúa mig vel fyrir mastersvörnina 13. janúar nk. Á morgun byrjar leikskólinn hjá Emilíu aftur eftir jólafrí og ætti ég því að geta byrjað að vinna í vörninni. Kristín er líka í prófalestri þessa dagana en hún á að fara í sitt síðasta próf á miðvikudaginn. Eftir það set ég allt á fullt í undirbúningnum.

Kristín hefur nú ekki setið auðum höndum undanfarið, þar sem hún var öll jólin að klára BA. ritgerðina sem hún svo skilaði í fyrradag (2. jan). Þetta verður því vonandi tíðindamikill mánuður hjá okkur báðum.