gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

fimmtudagur, maí 10, 2007

Eðlileg niðurstaða undanúrslita Eurovisions...

Leitt að geta ekki barið Eika kallinn augum á laugardag og ekki Hollendinga né Dani en Evrópa hefur talað.

Austur-Evrópulöndin voru þau einu sem komut áfram í þessari lotu, það er kannski ekki mjög skrítið. Mín tilgáta er reyndar sú að Evrópubúar kjósa sér í hag. Það má gera því skóna að allir geri það á hvaða hátt sem það er. Þau lönd sem fyrirfram voru komin áfram hafa víst kosningarétt í þessari undankeppni.

Við getum því spurt: Hver er ríkjandi leikáætlun úrslitalandanna?

...að fá sem minnsta samkeppni. Það er klárlega ríkjandi leikaðferð úrslitalandanna 13 að kjósa lakari lönd úr undanúrslitunum til að keppa svo á móti í úrslitunum. Þá auka löndin 13, líkurnar á að vinna til muna. Það er vitanlega hægt að hugsa sér gagntilgátu sem er sú að þessi keppni er svo vinsæl í Austur-Evrópu að hin löndin eiga ekki séns á að komast áfram. Verðugar rannsóknarspurningar tel ég.
Kosningarnar maður...

Jæja, nú ætla ég að blogga. Nú á laugardaginn fara fram tvennar kosningar sem Íslendingar munu taka þátt í, en einvörðungu að því gefnu að Eiríkur hinn rauði komist áfram í Eurovision með lagið Valentine Lost. Ég held að í kvöld verði hann ca. 8.-9. í röðinni til að taka þátt í úrslitunum á laugardag. Spennandi mjög og auðvitað mun maður sitja límdur við viðtækið þetta kvöld.

Ekki síður spennandi eru svo alþingiskosningarnar sem fara einmitt fram á laugardag. Eftir heldur dræma kosningabaráttu er þó helsta spurningin hvort ríkisstjórnin haldi velli eður ei.

Samkvæmt nýju könnuninni frá Félagsvísindastofnun er ríkisstjórnin fallin en mig langar svolítið til að leika mér með þær niðurstöður svona að gamni.

Ef könnunin reynist marktæk þá yrðu úrslitin á þennan veg:

Sjálfstæðisflokkur 38,1% 25 þingmenn
Samfylkingin 29,1% 19 þingmenn
Vinstri grænir 16,2% 11 þingmenn
Framsóknarflokkur 8,6% 5 þingmenn
Frjálslyndi flokkurinn 5,2% 3 þingmenn
Íslandshreyfingin 2,7% 0 þingmenn

Ég held að skv. þessu væri þá samstarf eftirfarandi flokka í stöðunni:

1. Sjálfstæðisflokkur/Samfylkingin 44 þingmenn
2. Sjálfstæðisflokkur/Vinstri grænir 36 þingmenn
3. Samfylking/Vinstri grænir/Frjálslyndir 33 þingmenn
4. Sjálfstæðisfl./Framsókn/Frjálslyndir 33 þingmenn

Ég held ég láti mér ekki detta í hug neina fjögurra flokka stjórn nema þá S/V/B/F :o) En ef Kaffibandalagið (kostur 3) myndi fá stjórnarumboð, þá má sjá að slík stjórn hefði nauman meirihluta og það yrði einnig tilfellið ef kostur 4 yrði að veruleika.

Síðan er mjög athyglisvert ef Frjálslyndir fengju rétt undir 5% atkvæða, þá yrði Kaffibandalagið út úr myndinni með stjórnarmyndun og eftir stæðu því kostir 1 og 2. Svo er það nú bara spurning hverjir vilja vinna saman.

Hvað segja dyggir lesendur mínir um hugsanlega stjórnarmyndun?