gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Þá er tímabært að "launcha" næsta leik í þessari geysivinsælu raunveruleikaspurningaleiksbloggsseríu.
Eftir leik númer eitt hefur Gauti tekið forystuna með 2 stig og verður því spennandi að sjá hvernig gengur að skáka honum.

Annars er ég farinn að bíða eftir sumrinu... þetta frost getur ekki verið hollt.

Leikur 2: Fyrsta vísbending: 5 stig.

Spurt er um fyrirbæri (sem er undir öllum kringumstæðum dauður hlutur.)
Uppruna fyrirbærisins má rekja til ársins 1736, nánar tiltekið til fransks vísindamanns.

laugardagur, febrúar 25, 2006

Þar kom að því!!! Svar er komið við spurningunni úr leik númer eitt. Það var hann Gauti sem svaraði henni rétt.

Svarið er: Kellogg's

Gauti er því kominn í fyrsta sæti með 2 stig.
Nú tekur einhver forystu í leiknum.

Leikur 1: Fjórða vísbending: 2 stig.

Vörur sem heita eftir vörumerkinu eru yfirleitt borðaðar á morgnana.

föstudagur, febrúar 24, 2006

Ég verð nú bara að segja að ég sé að bæta um fyrir bloggleysi síðustu mánaða. Þessi leikur minn hefur því bara haft góð áhrif á mig sem bloggara. Nú gerist þó eitthvað á síðunni.
Það hefur eflaust hvarlað að einhverjum að fyrsta vísbendingin hafi ekki verið vísbending beint og játa ég það. Þegar ég spurði um vörumerki hefðu kannski sumir búist við að ég hefði bara hugsað mér vörumerki eftir hentugleika eftir á. Úr þessu mun ég bæta í næsta leik. En ég tek fram að ég var með þetta ákveðna merki í huga allan tímann.
Ekki kom svar við spurningunni eftir aðra vísbendingu en þó komu fínar ágiskanir sem hefðu allt eins getað verið réttar.

Nú vindum við okkur hins vegar í 3. vísbendingu.

Leikur 1: Þriðja vísbending: 3 stig

Vörur með vörumerkinu finnast í a.m.k. einni af fjölmörgum tegundum þess á allflestum heimilum á Íslandi og þó víða væri leitað. Enn fremur er vörumerkið nefnt eftir upphafsmönnum þess.

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Jæja, það hafa margar góðar og gildar svartilraunir komið fram en því miður er engin(n) með það rétt úr fyrstu umferð. Svo þá er málið að demba sér í 2. umferð:

Leikur 1: Önnur vísbending: 4 stig.

Vörumerkið var fundið upp á fyrsta áratug síðustu aldar í Norður-Ameríku og má segja að varan sem vörumerkið er einkum kennt við hafi verið ákveðin "umbylting".

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Spurningaleikur

Mér datt í hug að hafa smá vísbendingaspurningahorn í blogginu mínu. Reglurnar í leiknum eru mjög einfaldar (eða ég vona það a.m.k.):

1. Ég ætla að koma með eina vísbendingu á dag og verða þær fimm talsins hið mesta. Vísbendingarnar munu að sjálfsögðu alltaf eiga við um sama fyrirbærið í hverjum leik.

2. Stigagjöfin er þannig:

Fyrsta vísbending: 5 stig
Önnur vísbending: 4 stig
Þriðja vísbending: 3 stig
Fjórða vísbending: 2 stig
Fimmta vísbending: 1 stig
s.s. ef lesanda tekst að svara spurningunni á fyrstu vísbendingu, þá fær hann 5 stig og svo koll af kolli niður í 1 stig.

3. Lesendur munu svara í commentakerfið og á bara að svara einu sinni. Ef lesendur koma með tvö eða fleiri svör, þá verður einungis tekið tillit til fyrsta svarsins.

4. Ef tveir eða fleiri lesendur koma með rétt svar við spurningunni, þá mun sá sem sendi fyrstur fá viðkomandi stig.

Vona að þetta sé nokkuð skýrt og hefjum því leikinn.

Leikur 1: Fyrsta vísbending: 5 stig.

Spurt er um vörumerki.

mánudagur, febrúar 20, 2006

Þá hefur Jón Ólafur klukkað mig með eftirfarandi leik:

4 vinnur sem ég hef unnið um ævina

Starfsmaður í sérpöntunardeild kjötvinnslu
Gjaldkeri í banka
Þjónusturáðgjafi og sala trygginga
Sérfræðingur

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur

Dumb & Dumber
Rat Race
Office Space
The Godfather I, II og III

4 sjónvarpsþættir sem ég fíla

The Simpsons
Friends
Family Guy
American Dad

4 staðir sem ég hef búið á

Selfoss (frá 3. degi lífs míns og til tvítugs)
Hella (var alltaf með annan fótinn þar á tímabilinu 1997-2001)
Vestur- og miðbær Reykjavíkur (frá tvítugu til 25 ára)
Kaupmannahöfn (Núverandi bústaður)


4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum (Ég set bara öll löndin)

Holland
Noregur
Þýskaland
Spánn
Marokkó
Frakkland
England
Wales
Svíþjóð
Lúxemburg
Ítalía (Feneyjar)

4 síður sem ég skoða daglega

www.mbl.is
www.webmail.hi.is
www.kor.hi.is
www.isb.is

4 matarkyns sem ég held uppá

Hef myndað mikinn áhuga á karrýréttum
Svínahamborgarhryggur
Lambalæri ala mamma
Tælenskur matur (svo og margt austurlenskt)

4 staðir sem ég vildi helst vera á núna

Á Íslandi
Í Köben
Í London
New York

Þá er víst komið að mér að klukka. Ég klukka þá Láru og Hörpu.

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Af Silvíu, Sabinu og Katrinu

Þá er söngvakeppnin afstaðin heima á fróni og búið að gera upp hver fer fyrir Íslands hönd en það er náttúrúlega krúttið mitt hún Silvía Nótt ef einhver er í vafa um það ennþá. Mér fannst þetta vera geggjuð keppni í gær. Við vorum með Júróvisjón partý hér á Mysundegade í gærkvöldi og í það mættu: Siggi og Sigrún, Anna Ósk, Hilla og Baldur félagi minn úr hagfræðinni. www.ruv.is var að gera sig í gærkvöldi (þ.e. lítið var um hökkt og svoleiðis ófögnuð núna). Besta í þessari keppni var þegar Silvía þakkaði "upphitunar"hljómsveitunum. Hér var sko mikið hlegið!!!

Þegar leið á kvöldið komu tvær stelpur inn til okkar án þess að banka. Önnur þeirra á heima hér fyrir ofan okkur og heitir Sabina og hin sem heitir Katrin var í heimsókn hjá henni. Sabina (þ.e. nágranni okkar) er nýkomin frá Íslandi, þar sem hún hefur átt heima síðastliðin tvö ár ef ég heyrði það rétt. Hún kann smávegis í íslensku og hafði brúkað Sirkus um langt skeið meðan á Íslandsdvöl hennar stóð , ennfremur fullyrti hún um að Sirkus væri besti staður í heimi. Ekki skal ég votta það þó :o) . Hún sagðist hafa vingast við Sigurrósar-meðlimi og Björk m.a. á Sirkus þar sem hún hefði oft lent á "tjatti" við þau. Ég spurði hana að því hvernig hún hefði fundið út að við værum íslendingar, og sagðist hún þá hafa heyrt okkur kyrja ,,Draum um Nínu" og runnið þ.a.l. á hljóðið. Auk þess "dobbúltjékkaði" hún með því að skoða póstkassann hjá okkur.

Nú spyr ég: Gæti verið að þú lesandi góður, kannist við hana?

p.s. Ég hef verið duglegur að setja inn myndir undir linknum: Myndir hér efst til vinstri á síðunni.

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Fyrsta æfingin með FF Köbenhavn

Jæja, þá er fyrsta bandýæfingin mín með FF Köbenhavn afstaðin og verð ég bara að segja að þessir gaurar eru GÓÐIR og það ekkert smá. Liðið er í 3. deildinni í Danmörku og er þar í 2. sæti sem stendur.

Æfingin hófst á geðveikum upphitunaræfingum sem og tækniæfingum sem ég rétt svo þraukaði. (Var aðeins búinn að vera að skokka dagana áður og held að það hafi bjargað þolinu smá). Var nú ekki alveg að ná þessu fyrst en það batnaði nú allt til muna þegar líða tók á. Fyrst fékk ég í hendurnar vinstri handar kylfu og átti ég nú erfitt með að gúddera hana, (hún var s.s. með öfugri sveigju). Síðan tók einn gaurinn eftir því að ég var ekki að höndla þetta og lét mig hafa hægri handar kylfu sem ég svo spilaði leikina með og þá skánaði ég til muna.

Við spiluðum á velli sem er jafnstór og handboltavöllur (sem ég held að sé rétta stærðin fyrir hefðbundinn leik). Leikirnir voru 4 mínútur að lengd og höfðu liðin sex leikmenn innanborðs. Ég var settur á hægri kantinn sem ég hef venjulega spilað á og gekk það nú bara sæmilega. Í leikjunum voru ekki mörg mörk skoruð sem bendir til góðs varnarleiks.

Liðið mitt vann allar viðureignirnar nema eina og var það jafntefli. Minns náði meira að segja að setja eitt mark sem reyndist vera sigurmark í einum leikjanna. Ég fékk góða fyrirgjöf af vinstra kanti sem ég lét vaða á markið, (reyndar með vinstri handar skoti). Boltinn söng í netinu!!!
Þá er bara að vona að maður verði kominn í gott form þegar maður fer að æfa aftur með PATRI á Íslandi í sumar. (En það er náttúrulega BESTA liðið)!!!

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Náði í þennan bloggleik áðan hjá Hörpu ... kominn tími til að vita hvað ÞÉR finnst um mig ...

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifin/n af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu af hverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkirðu mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tíman langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlarðu að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

laugardagur, febrúar 04, 2006

Þetta er svolítið skemmtilegt:

Líbanir aka Toyota Karina bíl...

og hvað er svona merkilegt við þetta?

föstudagur, febrúar 03, 2006

Kominn aftur. Búinn að fara til Englands og Wales og er núna sem stendur í Danmörku. Skólinn byrjaður. Þvílík og önnur eins ferð. Trúlega eitt besta frí sem ég farið í.

Big Brother er greinilega málið í Bretlandi. Það snýst eiginlega bara allt um það þessa dagana. (S.s. raunveruleikaþáttur með frægu fólki, ef lesendur hafa verið að furða sig). Fyndið að sjá Dennis Rodman vera að tala upp úr svefni og framhjáhald í beinni. Bretar tala eins og ég segi ekki um neitt annað en þetta þessa stundina. Já, já, svona er veröldin.

Þá er maður kominn á War zone því nú hafa múslimarnir hafa hótað að bomba danina, vegna þessara skopmynda af Múhameð spámanni. Ironískt finnst mér. Múslimarnir sniðganga alla dani í Mið-Austurlöndum út af þessu og versla ekki við þá, hafa einnig gefið þeim gálgafrest til að hafa sig á brott. Svo erum við alla daga að nota nafn guðs og Jesúm í hégómagirni okkar. Dæmi: "Jesús Kristur..." eða bara hið fornkveðna: "dísiskræst". Það væri ekki mikið eftir af íslendingum ef þeir væru múslimar held ég, jæja, jæja best að vera ekki að velta sér um of í þessu.

Handboltinn... Ísland... don't want to talk about it... En gaman að fylgjast með dönunum. Það verður aldeilis fjör að horfa á þá mæta heimsmeisturum Spánverja. Enn ósigraðir í keppninni og ég held bara að danir verði nokkuð góðir á móti þeim. Einnig er viðureign frakka og þjóðverja mjög áhugaverð.

Annars bið ég að heilsa fólkinu uppi á Íslandi.