gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

föstudagur, júlí 27, 2007

Að brjálast...

Ég byrja nú yfirleitt daginn á því að líta á einn fjölsóttasta vef landsins, mbl.is. Þar eru misjafnar fréttir eftir góðmetinu sem boðið er upp á hverju sinni, en það er líka hálf spaugilegt að lesa sumar þessara fyrirsagna yfir sumartímann. Nú síðast var ég að lesa fyrirsögnina:

"Ferrari brjálast yfir að McLaren skyldi sleppt við refsingu"

Þetta er skondin fyrirsögn vegna þess að þarna er notast við hina skemmtilegu sögn "að brjálast". Ég man eiginlega ekki eftir því að hafa séð þetta áður á prenti á fréttamiðli. Kannski er það vegna þess að sögnin lýsir svo sterkum viðbrögðum Ferrari-manna sem í raun og veru urðu brjálaðir vegna þessa úrskurðar.

Yfirleitt væri þetta sett upp líkt og:

"Ferrari bregst harðlega við ..."

Næst skrifa ég svona blogg þegar ég sé fyrirsögn þar sem menn eru "að missa sig" yfir einhverju eða "verða geðveikir " á einhverju sem þeim er misboðið.

föstudagur, júlí 20, 2007

Hið fornfræga band...

Það er nú ekki á hverjum degi sem maður bloggar og ekki á hverjum degi sem Blásýra kemur saman og hvað þá í sinni upprunalegu mynd! En hvort tveggja gerist í dag og kvöld. Ég er náttúrulega að blogga núna en í kvöld stígur Blásýra á stokk eftir langa bið. Það mun reyndar vera í brúðkaupsveislu sem er lokað hóf þannig að færri komast að en vilja hehe.

Við Blásýruliðar lofum hins vegar hrikalegu stuði í veislunni og vonum að brúðhjónin sem og fjölskyldur þeirra eigi ánægjulegan dag. Ég vil því nota tækifærið og óska Telmu, Kalla og Brynhildi litlu til hamingju með þennan merkisdag!!!