gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

miðvikudagur, október 30, 2002

Risinn upp frá dauðum. Það er sko búið að vera svo mikið að gera í skólanum. Maður þarf að búa til fyrirlestra og gera verkefni svo maður hefur ekki tíma í þessa vitleysu... hehe. En því var komið frá í gær og ég get strokið um frjálst höfuð á ný. Tók góða djammhelgi um síðustu helgi. Á föstudaginn var farið í vísó í Kaupthing, vel veitt þar. Eftir á var farið á Astró þar sem maður var í heví stuði til klukkan 6!!! Daginn eftir söng ég á útskriftinni í Háskólabíó. Þar sem maður var búinn að fá sér svolítið kvöldið áður, hljómaði maður bara hellíti vel ef ég segi sjálfur frá, reyndar allur kórinn. Eftir þessa frægðarför, brá ég mér á skauta í Laugardal með nokkrum kórfélögum og er skemmst frá því að segja að maður fékk svona fjölþjóðlega leiðsögn í meðferð skauta. Ætlaði aldrei að skilja lógíkina á bak við þetta en ég var orðinn að minnsta kosti 700 hundruð sinnum betri þegar við kláruðum. En þá tóku við mikil eymsl í jarka. Fólk vissi nú varla hvað það var þegar ég nefndi það, en það er þetta ílanga stykki undir löppinni á manni. Svo var farið á stælinn og sett í sig hammara og ekki sakaði frí áfylling af gosi. Að því loknu fór ég í útskriftarveislu Gumma Sigfinns Hagfræðings, með Halla, Jolla, Bjarna og Munda. Vorum búnir að fá okkur smá heima hjá mér áður og vorum bara hressir þegar í veisluna var komið. Gáfum Gumma svaka fína gjöf. Síðan var haldið á Hverfisbarinn og þar sem ég var algjör frekja, þá fékk ég piltana til að koma á Astró sem virðist vera orðinn minn staður en eitthvað voru þeir á öðru máli!!!! Þar var náttúrulega kórfólkið komið allt saman og var geimið ekki búið fyrr en um 6 aftur!!!! Þetta var sem sagt stífur dagur... Nú er ég nýkominn úr nuddi og ætli það sé ekki bezt að fara að gera eitthvað af viti. BÆ

miðvikudagur, október 23, 2002

Í dag var hann tekinn snemma. En það var bara einn tími og allt stefndi bara í þægilegan dag. Ákvað að skella mér í Kringluna og kaupa í matinn en áttaði mig ekki á því að þeir Baugsmenn opna ekki búð fátæka námsmannsins fyrr en kl 11.30 og klukkan var 11.15. Ég var ekki búinn að gera ráð fyrir þessu og vissi ekkert hvað ég átti við tímann að gera en þá gerðist svolítið skemmtilegt. Ég fékk svona Reminder úr símanum mínum sem kváði að ég ætti að mæta í nudd klukkan 11.30!!!! Var búinn að gleyma því sko. Fór því náttúrulega í nuddið og það var sko algjör snilld.Dagurinn varð sem sagt þægilegur eftir allt. Þannig mættu menn halda að ég sé svaka góður við sjálfan mig sem ég er á vissan hátt en aldeilis ekki öllum stundum. Inn á milli er sko tekið á því. Hleyp 7 km á hverju kvöldi og fer stöku sinnum í fótbolta og ræktina að sjálfsögðu. Þýðir ekkert annað ef maður ætlar sér að lyfta 100 kg í bekknum fyrir jól. (Þeir sem málinu eru kunnir vita hvernig fór hjá mér í fyrra skiptið þegar ég reyndi þetta; BAMM allt 90 kg settið í smettið takk fyrir og eintómt áááááááááá) ;o). Annars var ég svaka dullegur að læra í dag, en það virðist stundum verða aukaatriði. Las þessa sniðugu grein um QWERTY Hagfræði meðal annars. Jæja, bezt að gera eitthvað til að drepa tímann fram að náttmálum.

mánudagur, október 21, 2002

Já, nú er enn ein helgin búin og hvað getur maður sagt. Búinn að fara í Vísindaferð á föstudaginn og keyra austur á Selfoss og sofa allan laugardaginn þar, það hefði mátt halda að það hafi verið mikið umstang hjá manni á föstudag. En mér tókst að sofa frá kl 18 á laugardag til klukkan 10 á sunnudagsmorgun!!!! og missti þar af leiðandi af Á Móti Sólar Balli í Inghól á Selfossi..... ekki gott. Horfði annars á Hannibal á sunnudagskvöldið eftir londonlamb að hætti mömmu og þriggja tíma heimsókn til ömmu og afa. Það fór ekki vel þar sem mig dreymdi ekkert annað en Hannibal um nóttina, þ.e. hann var að reyna að éta mig eða eitthvað (er reyndar mjög bragðgóður sko) en fyrr mátti það nú vera en mínum tókst að skjóta hann í hausinn einhvern veginn, sko í draumnum. Fór svo í skólann í dag og var einmitt að koma af kóræfingu nú rétt í þessu og svo ætla ég að fara að hlaupa á eftir bara. Hætti aldrei sko. Vona bara að mig dreymi fallega í nótt!!

fimmtudagur, október 17, 2002

Jamm...nú er maður kominn á veraldarvefinn loksins, og var hann ekki fundinn upp fyrir fjórum áratugum í formi arpa-netsins sem átti að þola kjarnorkustyrjöld og allan fj..... Það er því tími til kominn, á meðan arpanetið (þekkt sem Internetið í dag) þolir álagið, að maður geti tjáð sig á þessum síðustu og verstu........ þegar Bush hefur einmitt kallað yfir okkur eina slíka styrjöld. gemill