gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

miðvikudagur, desember 31, 2008

Gleðileg jól og farsælt komandi ár...

Þá er árið senn á enda runnið. Þetta var erfitt ár en samt gerðust margir góðir hlutir. Geri það kannski upp í byrjun næsta árs því nú er að hefjast besti sjónvarpsþáttur íslenskrar sjónvarpssögu: Kryddsíldin. Þessum þætti má ég hreint út sagt ekki missa af. Í ár verður hann alveg örugglega með fjörugra móti en verið hefur. Bíð því spenntur eftir að heyra og sjá álit allra stjórnmálaleiðtoga landsins, hvernig þeim fannst árið koma út fyrir sig persónulega og fyrir þjóðfélagið í heild. Hvernig sjá þeir næsta ár koma út? Við þessum spurningum fær maður svör þarna.

Síðan verður skundað yfir til Sindra og Lydíu og stelpnanna og hafist handa við að kokka matinn í kvöld sem er ekki af verra taginu: Nautalund með öllu tilheyrandi. Seinna um kvöldið er það svo skaupið og áramót á 11. hæð Solbakkans þar sem Kaupmannahafnarbúar munu skemmta okkur með skotgleði sinni.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim