gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

miðvikudagur, mars 08, 2006

Það er rosalega gaman að búa í Kaupmannahöfn, ég mæli eindregið með því við fólk. En það getur verið rosalega pirrandi þegar iðnaðarmenn hafa verið að vinna í götunni sem þú býrð í, í hált ÁR!!! Þeir byrja alltaf klukkan fimm að vinna og eru þá með svaka hávaða. Þeir t.d. þurfa alltaf að ræða málin fyrir utan gluggann hjá okkur og helst að nota hamar og einhvern meitil til að gera okkur lífið leitt. Þó maður þurfi að vakna snemma, þá er kannski full mikið að vekja mann klukkan 5 með bor, meitli, dráttarvél eða múrsteinasturti!!!

Svo hefur maður ekki séð neitt gerast!!!

Það er annars komið svar við spurningu 4 og það var enginn annar en Balur sem gat rétt í þetta skiptið. Svarið er Jimmy Hoffa, Teamsters verkalýðsforinginn snjalli sem spurt var um hér. En eins og frægt er orðið, hvarf hann með undarlegum hætti árið 1975 eftir meint tilræði mafíunnar við hann. Hann hefur aldrei fundist!

Stigataflan eftir 4 leiki:

1. Anna Ósk 5 stig
2.-3. Balur 4 stig
2.-3. Jón Ólafur 4 stig
4. Gauti 2 stig

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim