gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

sunnudagur, mars 19, 2006

Skegg skal eigi skert...

Góð helgi búin. Fórum á Fredagsbaren saman hagfræðidrengirnir og vorum með ungverjunum Balas og Thomas. Fórum síðan í Christianhavn og skelltum okkur í Arkitektapartý. Þar hittum við náttúrulega íslendinga sem við ræddum við. Misskilningur olli því að ég fór heim mun fyrr en ella. Ég hafði víst haldið að við ætluðum heim þegar við stigum í strætóinn en strákarnir héldu áfram djamminu.

Nú erum við Ketill og Baldur komnir með áskorun. Við ætlum ekki að skerða skegg okkar fyrr en 10°C sjást á hitamælunum. Þá munum við raka allt skeggið af, fyrir utan mottuna sem við verðum að vera með í einn dag.

Við Kristín fórum síðan í gær í partý hjá Láru og Óla. Þar voru Siggi Ágúst, Hannes, Björn, Þórunn, Einar, Margrét, Anna og Hákon komin saman. Siggi og Hannes komu hér og verða út helgina. En í dag gláptum við Óli, Hannes og Siggi á Newcastle - Liverpool lekikinn sem við tölum ekkert meira um.

Þá er það leikurinn.

Leikur 7: Þriðja vísbending: 3 stig.

Maðurinn heldur mikið upp á appelsínugulan lit.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim