gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

fimmtudagur, mars 23, 2006

Sólin hún skín

Jæja, þá er sólin loksins farin að skína eitthvað að ráði og svei mér þá ef það eru ekki um 7°C þegar sólin kemur undan skýjum. Annars var Kristín að yfirgefa mig í gærdag. Hún fór í heimsókn til Árósa að hitta hana Rós (eina af stellunum fræknu), ásamt henni var með í för leiklistagyðjan Jósa (Draumleikur).

Þessa dagana el ég manninn í Öresundskollegiet þar sem fótbolti er á boðstólum annað hvert kvöld og ekki er ónýtt að hafa eitt stykki Jón Viðar þarna. En meningin er að sækja þau hjónin heim í kveld og láta féfletta sig í Texas Hold'em.

Það er náttúrulega búið að skipuleggja helgina í gott djamm. A.m.k. er annað kvöld frátekið fyrir stórtónleika TRABANT!!! Það verða ef ég þekki þá rétt NASTY tónleikar. En ég held bara að allir íslendingarnir sem ég þekki hér úti séu að fara á tónleikana. Það bara verður að redda fyrir- og eftirpartýum.

En er þá ekki bara málið að vinda sér í svossum eina NBA spurningu fyrir hann Óla kallinn. Hann verður nú að fara að komast inn á stigatöfluna.

Leikur 8: Fyrsta vísbending: 5 stig.

Spurt er um körfuboltamann.
Körfuboltamaðurinn er svartur á hörund og er hættur störfum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim