gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

laugardagur, nóvember 19, 2005


Gleðilegan salernisdag!!!



Í tilefni dagsins ákváðum við Kristín að taka stóra símann í gegn, enda dagur klósettsins í dag. Á þessum degi á að bera virðingu fyrir þessu þarfaþingi sem klósettið er. Fólk á líka að hugsa vel til klósettsins, því án þjónustu þess væri ekki gaman að búa í hinum siðmenntaða heimi, (ég er reyndar ekki viss um að heimurinn sem við þekkjum væri neitt svakalega siðmenntaður ef allt væri fullt af "afköstum" okkar úti um allt) :o). "Afköst" hafa jú aukist hreint GRÍÐARLEGA frá tímum iðnbyltingar og megum við því þakka fyrir að Thomas Crapper fann fyrirbærið "Flush Toilet" ( ...eins og það heitir á engilsaxnesku) upp í kringum 1860. Það má því segja að upp frá þeim degi hafi menn, ja... alla vega ekki "SKÍT"tapað fyrir páfanum í skák. :o)

Klósett er ekki bara þetta merkilega fyrirbæri sem "flestir" nota a.m.k. einu sinni á dag, heldur má ekki gleyma þeirri staðreynd að klósettvæðing er mikilvæg fyrir þróunarstig þjóða eins og Yu Debin framkvæmdastjóri Alþjóðlegu salernisráðstefnunnar í Peking orðar það.

Hinni miklu þróun má lýsa með því að mörg störf hafa skapast í kringum klósett. Pípulagningar umbyltust á sínum tíma, nú og klósettköfun varð algeng skemmtan meðal fólks. Það er einnig hægt að spá til um byggingatíðni húsnæðis með því að skoða hversu mikið er pantað af klósettum hjá framleiðendum og síðast en ekki síst urðu ræstitæknar vellauðugir og hafa verið nokkuð vel stæðir síðan á tímum Crappers.

Nítjándi dagur nóvembermánaðar er dagur klósettsins og ber að halda upp á hann. Næst er þú lesandi góður gengur til hægða, þá skaltu minnast þessarar umbyltingar og mundu svo að sturta niður!!!

Best er að enda þetta á eftirfarandi kviðlingi:


Hér er ró og hér er friður,

hér er gott að setjast niður.

Hvíla sína þungu þanka,

þar til einhver fer að banka.

Þá er mál og manna siður,

að standa upp og sturta niður.

föstudagur, nóvember 11, 2005

Æ æ æ æ æ æ æ... (gæti haldið endalaust áfram)...

Ég er svo slóv eitthvað. Vil bara biðjast afsökunar fyrir hönd þeirra sem lesa þetta pís of garbits mitt ennþá. Ég hef nefnilega verið klukkaður eins og það er kallað, a.m.k. tvisvar. Hrafnhildur klukkaði mig þann 16. september og hann Eyfi klukkaði mig einhvern tímann. Ástæðan fyrir því að ég hef ekki svarað klukkinu er einfaldlega sú að ég hef ekki bloggað svo dögum og vikum skiptir, ... en eins og Þórir orðar það "ein færsla á mánuði kannski?" . En ég hyggst nú bæta úr þessu bloggleysi og koma með svör við klukkinu!!! Both my viewers must be thrilled!!!




núverandi tími: laugardagur kl 00:42
núverandi föt: gallabuxur, bláar nærbuxur, svartleitir mislitir sokkar og bleik skyrta.
núverandi skap: svolítið hífaður, en bara hress, þrátt fyrir slappleika íbúa Mysundegade.
núverandi hár: (vona að það verði sem lengst) Kastaníubrúnt!
núverandi pirringur: Megrunarkúrinn hennar Kristínar !
núverandi lykt: Jean Paul Gaultier. Besta lyktin.
núverandi á að vera að gera: Tekka Rekstrarhagfræðiverkefnið mitt.
núverandi skartgripur: Er með á vinstra úlnlið STYLITO úr sem ég keypti af götusala í Marokkó árið 1999.
núverandi löngun: Mig langar eiginlega í annan bjór og konuna mína!
núverandi ósk: að fá einn eða tvo klukkutíma í viðbót við sólarhringinn.
núverandi farði: skeggbroddar nokkrir.
núverandi eftirsjá: Að hafa ekki keypt mér miða á Apparat sem eru btw. að spila á Vega í næstu götu við mig. (Já! Ég bý á aðalsvæðinu í Köben).
núverandi vonbrigði: Að vera ekki að djamma og geta ekki kysst Kristínu vegna einhverrar streptakokkasýkingardruslu.
núverandi skemmtun: Að gúggla hversu gamlir Rolling Stones gaurarnir eru gamlir og já, að tekka.
núverandi ást: ást mín á Jólasnjó (setjið bj í staðinn fyrir snj) og bíðum við, hmmm.... já, auðvitað Kristínu.
núverandi staður: svefnherbergið, a.k.a. herbergið mitt.
núverandi bók: Advanced Microeconomic Analysis.
núverandi bíómynd: Var að klára þá ágætu ræmu, KILL BILL Vol. 1.(Tribute to lady snow flake).
núverandi íþrótt: Glasalyftingar (því miður ekki bandý).
núverandi tónlist: James Blunt, Þrjú á palli, The Beatles, Raggi Bjarna, Ríó Tríó og Gilbert o'Sullivan.
núverandi lag á heilanum: Beautiful (... You're beautiful, you're beautiful, and I don't know what to do, cos I'm so in love with YOU).
núverandi msn manneskjur: var að tala við Gunnar Flóvens og reyndi svo að tala við Þóri en gekk ekki.
núverandi desktop mynd: Eitthvað Acer logo dæmi eitthvað, ekkert sérstakt sko.
núverandi áætlanir fyrir kvöldið: tja, það er nú orðið of seint, en ég hafði hugsað mér að kíkja á téða KILL BILL mynd og tók síðan spontaneous ákvörðun um að skella mér á Orgelkvartettinn Apparat (en það var uppselt).
núverandi hlutir á veggnum: einhver hvít málningarklessa sem er dreifð um alla íbúð, höfum síðan ekki sett upp neinar myndir því verkfærin til þess vantar.



Æi sjitt, ég er sennilega með þeim síðustu sem eru klukkaðir, en kannski ég klukki Önnu og Láru.