gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

miðvikudagur, mars 22, 2006

Jú jú Júróvisjón Júsjenkó var það

Danske Bank er í fréttunum hérna úti í dag, fyrir það eitt að fara ófögrum orðum yfir íslenskt efnahagslíf og það í 12 síðna pappír.

Bankastjórinn sagði í fréttum að íslenskt efnahagslíf mætti fara að búa sig undir harða lendingu sem myndi enda í kreppu árið 2007. Auk þessa hefur komið fram að Íslandi sé líkt við Tyrkland og Taíland, vegna aukinnar erlendrar lántöku. Það er nú eðlilegt þar sem viðskiptahallinn var met á síðasta ári. Hann viðurkenndi þó að Danske Bank hefði aldrei gert svona greiningu fyrir Ísland áður og þekkingin á efnahagslífinu heima væri ekki það mikil (pappírinn hefði þó mátt vera 13 síður hehe).

Mér finnst þessi umfjöllun ekki nógu sniðug, þar sem ég tel hana OF neikvæða fyrir Ísland (trúlega segi ég það vegna þess að ég er fátækur námsmaður í Danmörku og er vitanlega háður íslenskri krónu). Til að mynda hækkar leigan hjá manni um 4-5 þúsund kall milli mars og apríl. Einnig hefur fyrirtæki eins og Nykredit beinlínis hvatt danska fjárfesta til að losa stöður í íslenkum skuldabréfum sem grafa undan krónunni. Þetta s.s. getur veikt krónuna en sumir myndu þó segja að hún mætti það alveg þar sem hún var alveg nógu sterk fyrir. En punktur minn er samt sá að íslenskt efnahagslíf með þennan mikla hagvöxt á þetta ekki skilið af frændum okkar dönum. Það verður þó fróðlegt að sjá þjóðhagsspá Seðlabankans þann 30. mars nk.

En nú að leiknum.

Það er komið svar við spurningunni. Það var hann Sverrir sem stimplaði sig sterkur inn í keppnina og hlýtur hann tvö stig fyrir. Svarið var að sjálfsögðu forseti Úkraínu, Viktor Yushchenko sem lærði hagfræði á yngri árum og var síðan svona gríðarlega óheppinn að fá þessa díoxín eitrun rétt fyrir þingkosningarnar árið 2004. Deildar eru þó meiningarnar um hvernig hann hlaut þessa eitrun sem afskræmdi þennan annars myndarlega mann.


Stigataflan eftir 7 leiki:

1.-2. Bidda 5 stig
1.-2. Anna Ósk 5 stig
3.-5. Helgi Heiðar 4 stig
3.-5. Baldur 4 stig
3.-5. Jón Ólafur 4 stig
6.-7. Sverrir 2 stig
6.-7. Gauti 2 stig

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim