gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

föstudagur, janúar 30, 2004



create your own visited country map
or write about it on the open travel guide


Þetta sá ég á síðunni hans Sverris, mjög skemmtileg pæling. Ekki hef ég nú heimsótt jafnmörg ríki og hann Sverrir þar sem hann hefur farið til tvöfalt fleiri landa en ég hlutfallslega. Ég hef þó séð 4 % af heiminum. Það væri þó líka gaman að sjá kortið hennar Siggu Víðis sem hefur sennilega rakið mest allan heiminn.

Jæja, æfingabúðir um helgina og maður getur varla beðið. Það er þó slatti eftir að gera í dag og því eins gott að hafa farið snemma á fót í morgun til að eitthvað verði úr verki.

Ég var nokkuð sáttur við frammistöðu mína í keilu í gærkvöld, varð í 4. sæti af 6 keppendum mín megin. Einar massaði okkur öll með snilldartöktum en hún Auður var ekki langt á eftir. Kristín rétt marði mig með 7 pinnum svo þetta var hell of a tournament.

mánudagur, janúar 26, 2004

Lennon er látinn!!!!

Dánarorsök var loftbólusjúkdómurinn!!!!!

En að öðru. Ég vann einu sinni með júgósleva sem var þjálfari eins ágæts fótboltaliðs sem Selfoss heitir. Hann var hér á landi þegar HM í fótbolta var í gangi árið 1998 (man ekki alveg árið). Hann var náttúrulega harður stuðningsmaður Júgósleva og fannst mér skrautlegt að horfa með honum á leiki liðsins, þar sem liði hans gekk vel framan af en eitthvað gekk þetta illa í lokin. Einmitt þegar mótherjar Júgósleva skoruðu á móti þeim í undanúrslitum varð minn heldur betur fjúkandi illur. Ég varð beinlínis hræddur um líf mitt eitt andartak. Ekki leið á löngu þar til mótherjarnir skoruðu annað mark og gerðu vonir júgósleva að engu. Þá náði minn ágæti vinnufélagi og harði aðdáandi júgósleva hámarki illsku sinnar og tjáði sig á einkar undarlegan máta. Ég trúði varla eigin augum þarna undan sófanum, búandi mig undir það að vera örendur næsta hálftímann, þegar minn einfaldlega SKYRPIR bara á sjónvarpið! Já, júgóslevinn einfaldlega júgóslevaði bara á imbann. Svona kom öll reiðin fram hjá honum.

Ég er nú frekar rólegur maður svona í seinni tíð en nú er nýafstaðin þátttaka íslendinga á EM í handbolta og mig hefur aldrei langað jafnmikið til að skyrpa á sjónvarpið og einmitt þegar síðasta leiknum lauk!!!!!!!

En nóg um það !!!!!

sunnudagur, janúar 04, 2004

Ég vil óska öllum vinum og ættingjum gleðilegs nýs árs og þakkir fyrir það liðna.

Nú erum við Kristín búin að sjá Return of the King og þvílíkt ævintýri !!!!!! Erum búin að taka hinar tvær á vídeó til að rifja þær upp og því gráupplagt að skella sér á þá þriðju í bíó. Þau Orri og Hjördís komu með okkur og voru þau einnig frá sér numin af hrifningu. Myndin var reyndar hátt á fjórða tíma en það gerði ekkert til. ég hitti líka Elfu Rún, en hún sat á bekknum fyrir framan okkur. Mér þótti það frekar furðulegt að hitta svona á hana. Hún hafði reyndar orð á því. Annars var mjög gaman að sjá hana.

Nú kemur yfir mig vond tilfinning. Ég á að fara að skrifa lokaritgerð en hef ekkert fundið til að skrifa um. Þarf líka að fara að hafa mig út í að tala við kennara. Það er eitthvað svo skrítið við svona jól og áramót, þar sem hátíðarnar hafa hitt á miðvikudag, að þá nennir maður ekki að gera neitt, því það er alltaf frí á eftir!! ÚFF!!