gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

laugardagur, desember 20, 2008

Jóla Jóla...

Þá er fjölskyldan komin til Íslands og þá hefst loksins mikil vinna. Mest busy dagar lífs míns eru einmitt um jólin held ég. Á morgun er boð, á mánudaginn er boð, á þriðjudaginn er söngur á Laugarvegi, á miðvikudag eru jól, á fimmtudag er jólaboð, á föstudag er ég jólasveinn í jólaboði, á laugardag er jólapartý og á sunnudag er flug heim til Danmerkur. S.s. ekki mikið hægt að slaka yfir hátíðar.

Annars er nú líka dálítið gaman að þessu. Það stefnir í að allir tengdasynir Ragnheiðar og Þórarins muni mæta á Bakkann i fyrsta skipti saman og þ.a.l. dæturnar líka. Það verður því margmenni hér á bæ. Tengdó bíða óneitanlega spennt yfir að hitta nýja tengdasoninn hann Martin sem sóttur var til Noregs. Hann kom í gærdag og svo komu Ágústa og Andy í nótt og eru að sofa úr sér ferðaþreytuna as we speak.

Nú er ég bara með Emilíu að leika á meðan Kristín er að læra. Já, greyið hún Kristín þarf að læra um jólin.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim