gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

fimmtudagur, mars 09, 2006

Erfiðir tímar framundan

Í gær urðum við Ketill, Baldur og Jón Viðar fyrir miklu áfalli! Eitt námskeiðið; Peningahagfræði féll niður. Undanfarna daga hefur fyrirlestrum í námskeiðinu verið frestað að ósk kennarans okkar. Síðan var það ekki fyrr en í gær að tilkynning kom frá honum að hann væri búinn að aflýsa námskeiðinu sem þýðir að það verður ekki kennt meira fram á vorið, hvorki með afleysingakennara né með öðrum hætti.

Ástæðan fyrir þessari frestun var sú að kennarinn okkar veiktist skyndilega í byrjun annar og er ekki alveg vitað hvað hefur komið fyrir. Þetta setur auðvitað allt úr skorðum fyrir okkur strákana þar sem við erum bæði háðir námslánum (sem eru nú engin ósköp) og líka að Baldur hefði þurft að fresta útskrift. Við fórum þó á neyðarfund til kennara sem kennir hagvaxtarfræði og erum að reyna að koma okkur inn í það námskeið. Hér er s.s. þrotlaus vinna framundan að lesa upp mánuð af heilu mastersfagi og gera svo stórt verkefni í lok mars, (fyrir utan það að bókin og námsgögn kosta um 7 - 8 þús. kall í viðbót).

Nú er það hins vegar Spurning 5.

Leikur 5: Fyrsta vísbending: 5 stig.

Spurt er um hlut.

Hlutinn má finna á öllum heimilum. (Alla vega 99,5% heimila á Íslandi).

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim