gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

sunnudagur, desember 31, 2006

Krydsild eða Kryddsíld, önd og skaup...

Ég var orðinn hræddur um að missa af uppáhaldsþættinum mínum sem er sýndur einu sinni á ári og einmitt á þessum degi. Krydsild fæ ég að sjá á www.visir.is klukkan 3. Annars verður dagurinn helgaður ritgerðinni fram til klukkan 3 og síðan glápi ég á umræddan þátt. Eftir það fer nú bara að líða að því að við Kristín förum í lestarferð út á Amager til að hitta Ingva og Röggu og Sindra Rafn. Þar munum við eyða áramótunum og snæða önd, glápa á annálana og skaupið. Hver veit nema einhverjir skoteldar fari í loftið. Það verður reyndar skrítið að horfa á skaupið þegar danir fara að sprengja, því klukkan verður orðin 12 á miðnætti áður en skaupið klárast. Hlakka líka svaka til að sjá hvernig kórfólkið spjarar sig í skaupinu. :0)

Annars óska ég öllum gleðilegs nýs árs og TAKK fyrir það gamla.

föstudagur, desember 29, 2006

Sit hér við ritgerðarskrif og velti vöngum...

Undanfarin kvöld og daga hef ég sitið hér við stofugluggann minn í nýju íbúðinni og skrifað eitthvað um alþjóðavæðingu sem ég á að skila sem ritgerð eftir áramótin. Það er einmitt á svona stundum sem ég hangi hvað mest á netinu og er þá á því í fleiri klukkutíma. Einmitt núna er ég í þeim pakka og lít annað slagið inn á fréttamiðla, íslenska sem erlenda og sé að fátt kemst að þessa dagana en vangaveltur um hvenær Saddam skal kveðja þennan heim. Sumir segja að aftakan eigi að fara fram í nótt, sumir í fyrramálið og aðrir annan morgun. Hvað sem því líður, hef ég verið að velta þessari fyrirhuguðu aftöku fyrir mér, á milli skrifaðra orða í ritgerðinni minni.

Ég held að það sé bara alls ekki gott að koma kallinum í gálgann eftir allt saman. Ég geri mér að sjálfsögðu grein fyrir því að hann er glæpamaður af hæstu einkunn og allt það en samt er ég ansi hræddur um að henging Saddams og "fullnæging réttlætisins" verði alls ekki til bóta.

Frá Bandaríkjunum berast fréttir um að auka þurfi viðbúnaðarstig í Írak í kjölfar aftökunnar þar sem búist er við enn meiri ólgu í landinu. Hvað ætli margir eigi eftir að falla í valinn í viðbót bara út af þessari aftöku. Ég hef ekki tölur um það en mér finnst eins og sjálfsvígsárásir í Írak hafi verið upp á hvern einasta dag núna í næstum tvo mánuði og vafalaust út af spennu sem þessu fylgir. Spyrja má hvort þetta hefðu orðið svona "annasamir" mánuðir í starfi sjálfsvígssprengjumanna ef Saddam hefði verið dæmdur í ævilangt fangelsi?

sunnudagur, desember 24, 2006

Gleðileg jól !!!

Vil óska öllum vinum og ættingjum til sjávar og sveita, erlendis og á Íslandi gleðilegra jóla. Biðst afsökunar á fæð jólakorta þessi jólin en við Kristín munum trúlega ganga af festu til verks í þeim málum næstu jól.

Nú fer að líða að því að steikin verði sett í startholurnar og svuntan sett upp. :o)

Hafið það sem allra best.

Jólakveðja frá Danmörku

laugardagur, desember 23, 2006

Svona á milli verslanatúra...

Þá er próftörnin komin í hlé fyrir áramótin og við Kristín að undirbúa okkar fyrstu jól. Komin með jólatré og allt. Fórum í gær í Fields stórversunarkeðjuna, sem mér skilst að sé sú stærsta á norðurlöndunum. Keyptum bara flest allt til jólahaldsins þar og geri ég mér nú fyrst grein fyrir hvað það er dýrt að halda jól.

Í dag fannst mér nú ekki nóg komið og ákvað að fara aðra ferð, en í þetta sinn kíkti ég í bæinn og í Fisketorvet að kaupa fyrir baksturinn hjá myndarlegu mömmunni verðandi. En í leiðinni gafst tækifæri til að redda gjöfinni til hennar, en það vill nú oft verða þannig hjá mér að sú gjöf frestast til síðasta dags. Ég sé einmitt fram á aðra ferð í búðir, gat nefnilega ekki borið meira. Þá hugsar maður stundum að gott væri að hafa bíl í slíkt, en lestakerfið er bara með besta móti. Erum svo heppin að búa við Enghave lestarstöðina og erum því enga stund í miðbæinn sem er í jólabúningi þessa dagana.

Jæja, ætli það sé ekki best að fara að koma sér í meira búðaráp, það veitir ekki af að klára það sem fyrst þar sem við eigum von á Ingva og Röggu í heimsókn kl. 4 á eftir.

þriðjudagur, desember 19, 2006

Erfiðasta próf lífs míns er afstaðið...

Þreytti í gærmorgun próf i Investment Theory. Þetta var 24 klst próf sem í raun hefði mátt vera í 48 klst vegna erfiðleikastigs þess. Var í 23 klst inni að vinna þetta og nýtti síðasta hálftímann til að skila þessu á skrifstofuna. Ótrúlega skrítin tilfinning að loka sig inni í 23 klst og mæta svo ósofinn niður í bæ að skila þegar allir eru að fara í vinnuna en ég aðframkominn af þreytu, enda búinn að vera á löppum í 26 klst.

Síðustu 4-5 tímarnir fóru í að hreinskrifa verkefnið, en málið var að ég átti að skila tveimur eintökum og þorði ekki að hætta á að skila ljósriti. Erfitt að hreinskrifa 2. stigs diffurjöfnur og passa upp á að öll diffur komi fram þegar maður er farinn að dreyma.

En í morgun var þetta s.s. afstaðið og það var eiginlega frekar fyndið að sjá allar þessar þreyttu manneskjur sem voru samankomnar þarna á skrifstofunni til að skila. Þeir sem ég talaði við voru sammála mér um að prófið nú hefði verið MIKLU erfiðara en prófin undanfarin ár.

Alla vega er ég mjög feginn að hafa lokið þessu af og þér er bara að spýta í lófana fyrir bankahagfræðina á fimmtudaginn.

föstudagur, desember 15, 2006

Diffurkvóti

Hef nú leitt út of margar diffurjöfnur með hjálp Ito að ég hef diffrað mig í hel á kvaðratísku formi.

dP = aPdt + oPdz
dF = dF/dP dP + dF/dt dP + 1/2 d^2F/dP^2 (dP)^2 + ... +

Lesendum er ráðlagt að spreyta sig á að leysa dF. (Giskið á F).
Hint: Notist við Bellman's equation

Bababúi bababúi

fimmtudagur, desember 14, 2006

Nu er timinn til ad vera pirradur...

Tha hafa flutningar ad mestu klarast og allt sem tengist sliku brasi komid i samt lag og lifid er ad fara i edlilegt horf nema NEEEEIIII! Einhver mesti thunglyndistiminn er handan vid hornid. PROF sem kennd eru vid jol (mer finnst thetta algjort rugl nafn, ætti frekar ad kalla thetta "Ekki moguleiki ad halda jol"aprof).

I dag er sidasti kennsludagurinn og eg tharf ad vera i skolanum til klukkan 6 thar sem einum kennaranum datt i hug ad hafa fund vegna komandi annar klukkan 4 og thad finnst mer alveg hrikalegt, thar sem timinn er dyrmætur thessa sidustu og verstu og strangt 24 klst prof a manudag.

Eg verd s.s. ekki med almindelig jol thetta arid thar sem thad er buid ad utiloka stresslaus jol med pappir sem skila tharf thann 5. januar thegar thunglyndid er ad toppa. Ekki ætla their ad vera mikid skarri eftir thad thar sem eg verd vist ad mæta i prof thann 17. januar lika og Kristin thann 18. januar.

Tha fyrst verd eg trulega i husum hæfur, thvi tha ætla eg ad einbeita mer algjorlega ad einum mjog serstokum atburdi. En nu er thad fjand... bokasafnid.

Thetta var pirr dagsins.

miðvikudagur, desember 06, 2006

Buferlaflutningar...

Sidan sidast erum vid Kristin buin ad fa nyju ibudina afhenta, vid buin ad mala hana, idnadarmenn bunir ad lakka golfin og eg buinn ad leigja lik... (... eee ja, thad kalla thessir bilana sina).

Tha verdur flutningast a fostudaginn og ekki bara vid, heldur ætlar Thorir ad slast i for. En mer finnst ansi vel sloppid ad fa ibud sem er 27 m2 stærri ibud a 1.000 DKK lægri leigu.

Thad verdur heldur ekki mikid vandamal ad fylla upp i thessa auka 27 m2 thar sem 1+1 =3 von bradar og litla musin fær litid rum og kommodu. Bidum med skrifbord og græjur framyfir fermingu.