gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

mánudagur, maí 29, 2006

Eitt prof buid og thrju eftir.

Akvad ad slaka sma a eftir profid i morgun, enda buinn ad vera i panikkastandi i gær i og i nott fyrir profid. Verdum bara ad vona thad besta.

Næsta visbending i leik 14.

Leikur 14: Onnur visbending: 4 stig.

Uppfinninguna ma rekja aftur til grikkja, en samkvæmt griskri godafrædi var talid ad griskur (eda eflaust romverskur) gud hefdi fundid hana upp.

föstudagur, maí 26, 2006

Profatorn hafin

Nu er manudur eftir og rumlega thad af profum og fyrsta prof a manudaginn i leikjafrædi. Thad hefur thvi litid farid fyrir bloggskrifum undanfarna daga en mer datt svona i huga ad henda fram nokkrum setningum i thetta skiptid og einnig litilli spurningu eins og mer er tamt.

Her kemur hun s.s.:

Leikur 14: Fyrsta visbending: 5 stig.

Spurt er um uppfinningu.
Uppfinninguna toku uppfinningamennirnir med ser um alla Evropu til ad byrja med og er hun nu hluti af menningu margra thjoda.

þriðjudagur, maí 16, 2006

Ja, thad er vist best ad fara ad blogga eitthvad. Folk farid ad lengja eftir skrifum. En thar sem madur er svo mikil international superstar ad tha hefur madur ekki nogu mikinn tima i bloggid skiluru... thad tharf ad halda taninu vid og vera frægur i utlondum. Reyndar er eg mjog svo ordinn frægur her i CBS bokasafninu, (nyja ibudin min). Thetta er bara ordid eins og i gamla daga thegar herra bumba var alltaf ad reka okkur ut af bokhlodunni thegar klukkan var ordin 10 um kvoldid. Sama er ad gerast thessa dagana. Einhverjir danir koma ordid vid hja mer, segja eitthvad med kaupmannahafnarhrognamali og bidja mig ad fara klukkan 10 a hverju kvoldi. Svo eru their alltaf ad reyna ad pirra mann med thvi ad slokkva ljosin og kveikja, slokkva og kveikja. A bokhlodunni hefdu their latid nægja ad dingla einhverri ruglad othægilegri bjollu og segja: "Safngestir athugid, safninu verdur lokad eftir 5 minutur, drullid ykkur ut". Ja sinn er sidurinn i hverju landi.

Annars gaf eg mer sma tima til ad lesa nokkur blogg nuna, eftir ad hafa legid yfir econometriu fra thvi klukkan 8 i morgun. Hef eg thvi setid 12 klukkutima vid nuna. Profstressid er komid af fullum krafti og veit madur ekki hvad til bragd skal tekid nema ad lesa sitt besta.

Vid Ketill gafum okkur reyndar sma tima til ad hjola upp i Christianshavn og kjosa i Sendiradinu. Kusum vid badir rett.

Sidan verdur madur ad gefa ser sma tima til ad glapa a meistaradeildina a morgun og jurovisjon a fimmtudag og laugardag. Ef madur kikir ekki bara a kosningavokuna i leidinni.

Eg verd eiginlega ad segja ad eg er svolitid tomur thessa stundina hvad vardar visbendingaspurningu thar sem hugsun min beinist mest ad rank determination fyrir VAR model. En eg kem med spurningu eftir sma, veit ad Jon augnpotari er farinn ad bida.

þriðjudagur, maí 02, 2006

Jú jú, mikið rétt...

Veðurguðirnir hér í Köben hafa aldeilis verið að bænheyra menn þessa dagana. Við Baldur, Ketill og Finnur félagi okkar úr CBS fórum í Fælledparken á svaka fyrstamaísamkomu í gærdag. Bongóblíða, fullir danir með rauða fána og strípaðir kvenmannsrassar í skógarrjóðri einkenndu svæðið. Fengum okkur náttúrulega öl að hætti dana, sem og pylsur og baunir. Þarna vorum við frá því um 5 og til ca 8. Hlustuðum á ræður og hljómsveitir og bara fíluðum grasið í tætlur.

Þetta tekst náttúrulega bara þar sem við erum allir orðnir hinir mestu hjólagarpar.

Annars er komið rétt svar við spurningunni í 13. leik. Þar er að verki nýr maður á lista sem er enginn annar en fyrrum landlordinn minn hann Jón Sigurður augnpotari með meiru. Svar hans; njósnarinn, skyttan, hershöfðinginn, lífvörðurinn og svæðisstjórinn d'Artagnan er auðvitað hárrétt og hlýtur hann að launum 3 stig (þ.e.a.s. Jón). Hver man ekki eftir kappanum sem var alltaf aukamaður í skyttunum þremur. Varð víst frægur í lifanda lífi fyrir að handsama Fouquet, fjármálakúnsner Lúðvíks 14., sem var að gera allt vitlaust í Frakklandi. Annars var það víst starfi d'Artagnan að passa upp á kónginn, þar sem hann var lífvörður Lúlla.

Lúlli kóngur varð víst eitthvað afbrýðisamur út í Fouquet þennan þar sem sá síðarnefndi hélt svaka partý fyrir ríka liðið og lék sama leik og Oprah Winfrey gerir stundum, þ.e. að gefa bíla en í þetta sinnið var látið nægja að færa af hendi hesta til allra gestanna. Fyrir þennan óskunda var Fouquet dæmdur til lífstíðar í fangelsi. Maður verður að vera á varðbergi þegar maður gefur hest næst, er nefnilega alltof gjarn á það þegar ég held partý.

d'Artagnan var síðar gerður að svæðisstjóra (governor) en þótti ekki mjög vinsæll í því starfi. Vildi hann ólmur komast í action í skylmingar og bardaga og varð að ósk sinni að hálfu leyti þegar hann fór í Franco-dutch stríðið og var skotinn þar.

Einn fyrir alla og allir fyrir einn!!!

Stigataflan eftir 13 leiki:

1. Baldur 13 stig
2. Anna Ósk 9 stig
3.-4. Hilla 5 stig
3.-4. Bidda 5 stig
5.-7. Þórir Hrafn 4 stig
5.-7. Helgi Heiðar 4 stig
5.-7. Jón Ólafur 4 stig
8. Jón Sigurður 3 stig
9.-10. Sverrir 2 stig
9.-10. Gauti 2 stig

mánudagur, maí 01, 2006

Hjólán

Fór með Katli í hjólabúð á föstudaginn var. Tilgangur Ketils var að fá sér hjól. Ég fór á mínu hjóli og keypti mér gjörð og dekk í fyrstu búð, og setti ég gjörðina undir hjólið mitt þar, (legurnar voru ónýtar í gömlu gjörðinni).
Fórum svo í búð númer tvö, þar sem Ketill keypti sér hjól. Til að fagna þessum áfanga var farið á Íraskan Kebabstað í Nörrebro. Þegar við svo gengum þaðan út var orðið loftlaust í dekkinu sem ég var nýbúinn að kaupa. Urðu því nýju hjólreiðamennirnir í Köben að reiða hjólin. Komum við hjá búð tvö og fengum nýjan ventil og héldum síðan leiðar okkar í átt að heimili mínu. Þá kom fljótt í ljós að það var ekki ventillinn sem var höfuðverkurinn, heldur slangan.
Komum við í hjólabúð 3 og keyptum slöngu sem meiningin var að setja í þegar heim væri komið. Ég fékk mér þó loft í dekkið og prófaði að hjóla eins langt með Katli og ég gat. Eftir drjúgan spöl vildi ekki betur til en svo að Ketill slítur keðjuna á nýja hjólinu sínu. Þá var aftur tekið til við að reiða hjólin. Vandamálið var að klukkan var orðin 6 og allar búðir að loka, en okkur tókt þó að fá keðju í hjólabúð 4. Reiddum s.s. hjólin heim en höfðum vit á að kaupa smá bjór áður en í framkvæmdir væri farið. Eyddum meira og minna öllu kvöldinu heima í garði að setja nýju keðjuna og dekkið á hjólin, þar sem keðjan var alltof löng. Fengum okkur tvo Mojito hvor og nokkra bjóra og ætluðum að fara í partý til Hillu. Fórum á bensínstöð til að ná í loft í dekkið mitt og gátum þá loks farið að hjóla af einhverri alvöru en ekki leið á löngu en að keðjan dettur af hjá Katli og urðum við því að fara heim til að strekkja á henni. Eftir að því var lokið (um 11) fórum við og keyptum meiri bjór og drifum okkur til Hillu, en þá voru stelpurnar í partýinu farnar á Sam's bar og við með fulla tösku af bjór. Gripum þess vegna til þess ráðs að hjóla út á Nyhavn og drekka alla bjórana, hálfan kassa. Síðan fórum við á Sam's bar og voru þá allir meira og minna farnir og við orðnir alltof pirraðir til að fara inn og þurfa að borga, enda búnir að borga alltof mikið í hjólaviðgerðir yfir daginn og gera ALLT annað en að hjóla á blessuðum hjólunum okkar. Fórum því hvor til síns heima.

Nú er hins vegar komið að 3. vísbendingu í 13. leik, þar sem engin ágiskun var rétt.

Leikur 13: Þriðja vísbending: 3 stig.

Maðurinn er frægur fyrir að hafa tilheyrt frægum hópi (sem einnig hefur verið gert hátt undir höfði í sögubókum).