gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

sunnudagur, október 26, 2003

Fór á massíft námskeið hjá íslandsbanka á föstudag sem dauert frá klukkan 8.30 - 16.00 rosa sniðugt námskeið. Á laugardag var svo sungið yfir nýútskrifuðum háskólakandídötum. Vil óska þeim Jolla, Sverri og Hildu til hamingju með áfangann. Eftir athöfnina var haldið á skauta í Laugardal og var mikið haft fyrir því að tryggja sem öruggast rennsli. Var komin í þrjár peysur og setti á mig vettlinga og til að vera endalaust öruggur þá ákvað ég að setja á mig hjálm og sagði Kalli til dæmis við mig að ef hann ætti að velja á milli kúlsins og öryggisins, þá myndi hann nú frekar velja kúlið! Eftir um klukkutíma rennsli, Hókí Pókí dans og ekkert fall varð maður frá að hverfa vegna útskriftarveislu hjá Jolla Hagfræðingi og var drukkið hvítvín á meðan við Jón, Halli, Gummi og Jolli ræddum efnahagsmál og þess háttar. Prýðisveislsla þarna á ferð. Eftir veizluna var svo skellt sér á Pizza 67 og var þar smá hittingur hjá kórnum, sem svo varð að prýðisdjammi á Sólon. Slatti af félögum sá sér fært um að mæta! Djammað var til um 3-4 held ég. Í dag var horft á myndirnar Pianist og View from the top. Pianist er svakalega áhrifamikil mynd. Mæli með henni!!

fimmtudagur, október 23, 2003

Ég á heima í Lordinum!!!! BTW ekki slæmt!

CWINDOWSDesktopLotR.JPG
Lord of the Rings!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla
Men, hvað það er langt síðan ég hef bloggað. Þá kemur alltaf sama gamla tuggan og klisjan um að það hafi verið alltof mikið að gera og svona og það er alveg satt. Ég hafði þó tíma að skella mér í Æfingabúðir í Hlíðardalsskóla í Ölfushreppi um síðustu helgi og var það algjör snilld.
Lag sem allir höfðu hatað (eða að minnsta kosti ekki líkað við) Night var tekið með trompi eins og við hefðum aldrei gert neitt annað en að syngja það og gladdist ég þá mjög þar sem ég alltaf verið áhugamaður um þetta lag. Það verður fjör að flytja þetta. Síðan var tekið nýtt lag sem heitir: ....eeeee æ, ég man það ekki, en þetta var svona íslensk tvísöngsvísa ógó skemmtilegt lag. Á laugardagskvöld voru svo skemmtiatriði á kvöldvökunni hinni einu sönnu og verð ég að segja að skemmtiatriðin þetta kvöld hafi verið með þeim betri sem ég hef séð (með virðingu fyrir forverum okkar). Man nú ekki röðina en þarna voru: Útskúfunaratriði sópransins þar sem þær Hrafnhildur og Ásta Rut fóru á kostum. Á dagskrá var einnig IDOL keppni okkar bassanna, þar sem við Jón Ólafur áttum að fara á kostum en Lára Klára stal senunni með tilheyrandi gjörningi. Tenórinn var með sitt framlag og var það gítarsamleikur þeirra, Þengils, Daníels og Ragga þar sem þeir sungu lag eftir Ragga um brjóst allra kærastanna sem Raggi hefur átt. Hugmyndaflugið !!!! Síðast en ekki síst tóku altarnir gott strippsjóv með því að skipta um brjóstahaldara og kasta þeim til okkar slefandi karlmannanna. Eitt þykir mér mjög fyndið því það var eitt sem einkenndi öll þessi skemmtiatriði og varð að eins konar þema. Öll atriðin fjölluðu á einn eða annan hátt um kvenmannsbrjóst!!!!!!!!!! Takið eftir því!
Síðan var djammað langt fram undir hádegi á sunnudag þar sem fólk var ekkert feimið við að fara í sund í litlu sem engu og skemmta sér eins og alvöru kórmeðlimum sæmir. Því vil ég segja að miðað við það sem ég hef séð og upplifað í þessum kór, þá eru nýju kórmeðlimirnir sko búnir að stimpla sig inn og vel djammhæf, þetta er jú, ákveðið level sem ekki hver sem er fer upp á!!!!

þriðjudagur, október 14, 2003

Langt síðan síðast maður skrifaði eitthvað, en það hefur svosum ýmislegt bjátað á sem hefur dregið úr mér varðandi skrif og svoleiðis. Fékk þennan heiftarlega 40°hita á þriðjudaginn var og lá inni í tvo daga, svo voru verkefnin sem höfðu setið á hakanum farin að banka á dyrnar og ég þurfti að gera þau og nennti engan veginn að fara að blogga.

Um helgina fór kórinn í MekkaSport og hélt þar smá partý með pool og ýmsum skemmtilegum uppákomum. Við Kristín fórum meira að segja í box. Síðan var fjölmennt á Hressó þegar komið var í bæinn og síðan farið með harkara heim á eftir. Það var fyndið.
Í dag fór ég með bílinn í skoðun og komst í gegn snuðrulaust, maður er alltaf hálfstressaður inni á kaffistofu. Það er eins og að bíða eftir skurðaðgerð eða eitthvað. Dósirnar á svölunum voru farnar að vera það margar að ég gat ekki lengur farið með góðu móti út á svalir þar sem það lokaðist alltaf. Svo tókst mér loks að fara út á svalir og þá lokaðist náttúrulega og ég mátti því bara gjöra svo vel að fara að sortéra þær, því annars var ég bara fastur úti á svölum í rigningunni. Svo ákveðið var að fara í Endurvinnsluna, það er nú alltaf skemmtilegt. 1485 kr söfnuðust, vá!!!