gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

föstudagur, mars 10, 2006

Til Jótlands skal haldið

Fór í gær í póker með hagfræðidrengjunum og var til að byrja með að drepast vegna hita og beinverkja. Það var ekki fyrr en Alma og Jón (hjá þeim við vorum í heimsókn) gáfu mér íbúfen og ristað brauð að ég fór að skána. Hafði ekki komið pizzunni minni niður vegna lystarleysis. Var nokkuð sáttur eftir það.

Í morgun kárnaði þó gamanið því ég var kominn með hitann og beinverkina aftur og var því útlit fyrir að ég kæmist ekki í Jótlandsferðina sem við Kristín, Lára, Óli, Einar, Margrét, Björn og Þórunn ætluðum í í dag. Kristín reddaði mér hins vegar paratabs og ég var kominn á ról eftir 2 klukkutíma. Komst reyndar ekki í tíma í morgun, sem ég var frekar fúll með. Annars erum við s.s. að fara að drífa okkur í ferðina núna eftir smástund.

Leikurinn heldur hins vegar áfram.

Leikur 5: Önnur vísbending: 4 stig.

Það er óhætt að segja að tól og tæki og jafnframt flestir hlutir slitni eitthvað með endurtekinni notkun. Það á þó ekki við í tilfelli þessa hlutar.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim