gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

mánudagur, mars 13, 2006

Kaupmannahöfnin á ný

Þá erum við komin á ný til Kaupmannahafnar. Ferðin til Jótlands var algjört æði. Fórum í fjallgöngu, út að borða, í póker, í keilu, lúdó og Trivial Pursuit. Allt á einni helgi!!! Að hugsa sér.
Fórum klukkan 17 af stað, tókum ferjuna frá Odden og yfir til Ebeltoft. Fengum síðan geggjað hús í sveitinni í kringum Århus. Föstudagskvöldið var bara notað í tjill í villunni okkar, (men det var så skide billigt, kun 200 kroner , to natter). Á laugardaginn fórum við upp á Himmelbjerg og til Århus á Yarisunum okkar. í Århus fórum við í keilu og út að borða um kvöldið. Þar hittum við jafnframt Árnýju matarklúbbskonu með meiru og var hún hin hressasta. Um kvöldið vorum við hins vegar á sveitasetrinu og spjölluðum og spiluðum póker langt fram á nótt.
Á sunnudaginn var svo farið til Århus aftur að skoða "den gamle by" sem er frá því um 1700. Síðan var farið með snekkjunni heim til Kaupmannahafnar.
Jolli kom í heimsókn í gærkvöldi og gisti nóttina.

Þá er best að snúa sér loks að leiknum. Hef víst ekki komist á netið alla helgina vegna ferðarinnar en það er kominn nýr sigurvegari og það er hann Helgi Heiðar (Holy Hills). Hann svaraði: spegill og hlýtur að launum 4 stig.

Stigataflan:

1. Anna Ósk 5 stig
2.-4. Helgi Heiðar 4 stig
2.-4. Baldur 4 stig
2.-4. Jón Ólafur 4 stig
5. Gauti 2 stig

Það er samt Anna sem trónir á toppnum en það er víst farið að hitna í kolunum hér. Ný spurning á morgun.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim