gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Spurningaleikur

Mér datt í hug að hafa smá vísbendingaspurningahorn í blogginu mínu. Reglurnar í leiknum eru mjög einfaldar (eða ég vona það a.m.k.):

1. Ég ætla að koma með eina vísbendingu á dag og verða þær fimm talsins hið mesta. Vísbendingarnar munu að sjálfsögðu alltaf eiga við um sama fyrirbærið í hverjum leik.

2. Stigagjöfin er þannig:

Fyrsta vísbending: 5 stig
Önnur vísbending: 4 stig
Þriðja vísbending: 3 stig
Fjórða vísbending: 2 stig
Fimmta vísbending: 1 stig
s.s. ef lesanda tekst að svara spurningunni á fyrstu vísbendingu, þá fær hann 5 stig og svo koll af kolli niður í 1 stig.

3. Lesendur munu svara í commentakerfið og á bara að svara einu sinni. Ef lesendur koma með tvö eða fleiri svör, þá verður einungis tekið tillit til fyrsta svarsins.

4. Ef tveir eða fleiri lesendur koma með rétt svar við spurningunni, þá mun sá sem sendi fyrstur fá viðkomandi stig.

Vona að þetta sé nokkuð skýrt og hefjum því leikinn.

Leikur 1: Fyrsta vísbending: 5 stig.

Spurt er um vörumerki.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim