gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

föstudagur, febrúar 03, 2006

Kominn aftur. Búinn að fara til Englands og Wales og er núna sem stendur í Danmörku. Skólinn byrjaður. Þvílík og önnur eins ferð. Trúlega eitt besta frí sem ég farið í.

Big Brother er greinilega málið í Bretlandi. Það snýst eiginlega bara allt um það þessa dagana. (S.s. raunveruleikaþáttur með frægu fólki, ef lesendur hafa verið að furða sig). Fyndið að sjá Dennis Rodman vera að tala upp úr svefni og framhjáhald í beinni. Bretar tala eins og ég segi ekki um neitt annað en þetta þessa stundina. Já, já, svona er veröldin.

Þá er maður kominn á War zone því nú hafa múslimarnir hafa hótað að bomba danina, vegna þessara skopmynda af Múhameð spámanni. Ironískt finnst mér. Múslimarnir sniðganga alla dani í Mið-Austurlöndum út af þessu og versla ekki við þá, hafa einnig gefið þeim gálgafrest til að hafa sig á brott. Svo erum við alla daga að nota nafn guðs og Jesúm í hégómagirni okkar. Dæmi: "Jesús Kristur..." eða bara hið fornkveðna: "dísiskræst". Það væri ekki mikið eftir af íslendingum ef þeir væru múslimar held ég, jæja, jæja best að vera ekki að velta sér um of í þessu.

Handboltinn... Ísland... don't want to talk about it... En gaman að fylgjast með dönunum. Það verður aldeilis fjör að horfa á þá mæta heimsmeisturum Spánverja. Enn ósigraðir í keppninni og ég held bara að danir verði nokkuð góðir á móti þeim. Einnig er viðureign frakka og þjóðverja mjög áhugaverð.

Annars bið ég að heilsa fólkinu uppi á Íslandi.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim