gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Af Silvíu, Sabinu og Katrinu

Þá er söngvakeppnin afstaðin heima á fróni og búið að gera upp hver fer fyrir Íslands hönd en það er náttúrúlega krúttið mitt hún Silvía Nótt ef einhver er í vafa um það ennþá. Mér fannst þetta vera geggjuð keppni í gær. Við vorum með Júróvisjón partý hér á Mysundegade í gærkvöldi og í það mættu: Siggi og Sigrún, Anna Ósk, Hilla og Baldur félagi minn úr hagfræðinni. www.ruv.is var að gera sig í gærkvöldi (þ.e. lítið var um hökkt og svoleiðis ófögnuð núna). Besta í þessari keppni var þegar Silvía þakkaði "upphitunar"hljómsveitunum. Hér var sko mikið hlegið!!!

Þegar leið á kvöldið komu tvær stelpur inn til okkar án þess að banka. Önnur þeirra á heima hér fyrir ofan okkur og heitir Sabina og hin sem heitir Katrin var í heimsókn hjá henni. Sabina (þ.e. nágranni okkar) er nýkomin frá Íslandi, þar sem hún hefur átt heima síðastliðin tvö ár ef ég heyrði það rétt. Hún kann smávegis í íslensku og hafði brúkað Sirkus um langt skeið meðan á Íslandsdvöl hennar stóð , ennfremur fullyrti hún um að Sirkus væri besti staður í heimi. Ekki skal ég votta það þó :o) . Hún sagðist hafa vingast við Sigurrósar-meðlimi og Björk m.a. á Sirkus þar sem hún hefði oft lent á "tjatti" við þau. Ég spurði hana að því hvernig hún hefði fundið út að við værum íslendingar, og sagðist hún þá hafa heyrt okkur kyrja ,,Draum um Nínu" og runnið þ.a.l. á hljóðið. Auk þess "dobbúltjékkaði" hún með því að skoða póstkassann hjá okkur.

Nú spyr ég: Gæti verið að þú lesandi góður, kannist við hana?

p.s. Ég hef verið duglegur að setja inn myndir undir linknum: Myndir hér efst til vinstri á síðunni.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim