Eggin í Ródesíu...
sem nú eru þekkt sem eggin í óðaverðbólguríkinu Zimbabve kosta nú 35 milljarða Zimbabve dali stykkið skv. frétt á mbl.is í dag. Einhvers staðar las ég að þetta þætti nú mikið fyrir eitt hænuegg.
Sá mælikvarði sem oft er nefndur til að bera saman verð milli landa er raungengismælikvarðinn, sem eflaust getur verið erfitt að skilja, þar sem hann hefur enga mælieiningu en hann segir okkur hversu dýrari/ódýrari ákveðin vara er í viðmiðunarlandi. Út af því að ég fékk loksins í hendurnar algenga vörutegund sem ég get borið saman við sömu tegund hér á landi (þ.e.a.s. egg), þá langaði mig að gamni að athuga hvort 35 ma. ZWD séu í raun mikið fyrir eitt egg.
Úr Bónus fékk ég verðið 459 krónur á bakka með 10 eggjum (að vísu brúnum eggjum). Það gerir 46 krónur á eitt stykki egg í Bónus. Til að reikna út raungengið vantar mig því aðeins eitt til viðbótar, gengiskrossinn ISKZWD sem ég fékk á http://www.oanda.com/ í dag:
1 Iceland Krona (ISK) = 654,298,219 Zimbabwe Dollar (ZWD)
Þá er bara að reikna þetta með raungengisjöfnu sem miðar við verðlag: RER=P*/EP
þar sem RER er raungengi, P*er verð á eggi í Zimbabve, P er verð á eggi í Bónus og E er gengi á milli gjaldmiðlanna tveggja.
RER = ZWD 35.000.000.000/(654.298.219 ZWD/ISK x ISK 46) = 1,16287 !!!
Þetta staðfestir ekki þær vangaveltur að eitt hænuegg sé mjög dýrt í Zimbabve. Því ef eggin ættu að vera jafndýr milli landa þyrfti RER=1 en eitt egg í Zimbabve er s.s. ekki nema 16,29% dýrara en hér á landi!!! Það er ljóst að gengi Zimbabveísks dals veikist talsvert á móti verðbólgunni í Zimbabve. Kaupmáttur fólks vegna kaupa á eggjum er því greinilega ekki nema 16,29% lakari en hér á landi. Langaði bara að reyna að öðlast smá skilning á óðaverðbólgu því eggið í Zimbabve verður vafalaust orðið eitthvað dýrara á morgun en þó að við séum með litla verðbólgu hér á Íslandi miðað við þetta (13,6%), þá þarf greinilega ekki mikið til að viðskiptakjör okkar gagnvart Zimbabve versni!!!
sem nú eru þekkt sem eggin í óðaverðbólguríkinu Zimbabve kosta nú 35 milljarða Zimbabve dali stykkið skv. frétt á mbl.is í dag. Einhvers staðar las ég að þetta þætti nú mikið fyrir eitt hænuegg.
Sá mælikvarði sem oft er nefndur til að bera saman verð milli landa er raungengismælikvarðinn, sem eflaust getur verið erfitt að skilja, þar sem hann hefur enga mælieiningu en hann segir okkur hversu dýrari/ódýrari ákveðin vara er í viðmiðunarlandi. Út af því að ég fékk loksins í hendurnar algenga vörutegund sem ég get borið saman við sömu tegund hér á landi (þ.e.a.s. egg), þá langaði mig að gamni að athuga hvort 35 ma. ZWD séu í raun mikið fyrir eitt egg.
Úr Bónus fékk ég verðið 459 krónur á bakka með 10 eggjum (að vísu brúnum eggjum). Það gerir 46 krónur á eitt stykki egg í Bónus. Til að reikna út raungengið vantar mig því aðeins eitt til viðbótar, gengiskrossinn ISKZWD sem ég fékk á http://www.oanda.com/ í dag:
1 Iceland Krona (ISK) = 654,298,219 Zimbabwe Dollar (ZWD)
Þá er bara að reikna þetta með raungengisjöfnu sem miðar við verðlag: RER=P*/EP
þar sem RER er raungengi, P*er verð á eggi í Zimbabve, P er verð á eggi í Bónus og E er gengi á milli gjaldmiðlanna tveggja.
RER = ZWD 35.000.000.000/(654.298.219 ZWD/ISK x ISK 46) = 1,16287 !!!
Þetta staðfestir ekki þær vangaveltur að eitt hænuegg sé mjög dýrt í Zimbabve. Því ef eggin ættu að vera jafndýr milli landa þyrfti RER=1 en eitt egg í Zimbabve er s.s. ekki nema 16,29% dýrara en hér á landi!!! Það er ljóst að gengi Zimbabveísks dals veikist talsvert á móti verðbólgunni í Zimbabve. Kaupmáttur fólks vegna kaupa á eggjum er því greinilega ekki nema 16,29% lakari en hér á landi. Langaði bara að reyna að öðlast smá skilning á óðaverðbólgu því eggið í Zimbabve verður vafalaust orðið eitthvað dýrara á morgun en þó að við séum með litla verðbólgu hér á Íslandi miðað við þetta (13,6%), þá þarf greinilega ekki mikið til að viðskiptakjör okkar gagnvart Zimbabve versni!!!