gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

miðvikudagur, júlí 16, 2008

Sá allra besti farinn

Já, þá er það víst komið á hreint. Ronaldinho er á leið til AC Milan frá Barcelona. Þó að ég hafi verið búinn að ganga frá tilfinningum mínum varðandi væntanlega sölu hans frá Barcelona þá er ég samt ennþá svolítið sorgmæddur yfir þessum fregnum. Málið er að sjónvarpsáhorfslega séð mun ég ekki geta fylgst með mínum manni nærri eins mikið í vetur, þar sem danskurinn sýnir ekkert frá ítalska boltanum á sínum hefðbundnu sjónvarpsstöðvum. Ég þyrfti því að fara að greiða fyrir einhvern aukapakka til þess að berja goðið augum hjá Milan. Var farinn að vonast til að Ronaldinho hefði farið til Manchester City, þar sem ég fer orðið til Manchester á ca. 2-3 ára fresti og því hefði verið hægt að skella sér á City völlinn í leiðinni. Það verður víst ekki, en þá er bara að sjá hvernig hann mun pluma sig á Ítalíu. Sparkfróðir hafa löngum sagt að ítalski boltinn henti honum betur og vona ég þá bara að það sé rétt.
Eiður Smári er þó ennþá í viðræðum við klúbba og einhversstaðar heyrði ég eflaust langsótt slúður um að hann gæti verið að fara til Inter Milan í stað einhvers af ensku klúbbunum. Ekki má gleyma að hinn Portúgalski Mourinho hefur tekið við lyklavöldum þar.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim