gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

þriðjudagur, júlí 15, 2008

Skemmtilegt brúðkaup...

er nú afstaðið. Siggi og Sigrún (SigSigg hehe) eru nú með réttu hjón. Vona að laugardagurinn hafi verið yndislegur hjá þeim. Mjög falleg athöfn í Fríkirkjunni sló út allar áhyggjur vegna rigningar og ljóst að fólk var nú ekki mikið að láta smá bleytu hafa teljandi áhrif á sig. Helgi stóð sig sem sannur professional, þar sem segja má að hann hafi verið tónlistarstjóri athafnarinnar. Lék listilega vel brúðarmarsinn, bæði fyrir inngöngu og útgöngu, Lék Lizst alveg lizstavel, sem og Griegverkið sem segja má að hafi öðlast nýtt líf í höndum Helga frá því Kim Larsen flutti það á sínum tíma. Helgi stjórnaði líka Gleðikórnum lipurlega og svo mætti lengi telja. Er viss um að brúðhjónin hafi verið ánægð með strákinn og að hann hafi gert daginn eftirminnilegan fyrir þau og fjölskylduna alla.

Brúðkaupsveislan var sérdeilis prýðileg. Góður matur, veigar vel veittar, skemmtileg og hnitmiðuð skemmtiatriði og fínar ræður. Svo voru bara allir með góða skapið með sér og greinilega á þeim buxunum að fagna með Sigga og Sigrúnu enda ávallt gaman að vera þar sem þau eru. Dansiball að hætti Hillu sveik engan, en hún hafði einnig séð um tónlistina meðan á matnum stóð, og þá mátti heyra lög eins og Hvítu mávar og Eurovisionlög og alla flóruna þar á milli.

Síðan var skundað í smá eftirpartý hjá held ég Hirti vini hans Sigga, en við Hjörtur áttum það sameiginlegt þetta kvöld að rífa buxurnar okkar. Skemmtileg tilviljun. Hjá Hirti var gítar- og melódíkupartý í nokkurn tíma, þar til farið var í bæinn á Ölstofuna og 11una, þar sem mér þótti voða gaman að dansa með hendur upp í loft og gætti mín ekki á einum tímapunktinum þar sem gríðarlegur sláttur og sársauki gerðist í höndu mér. Eftir smá eftirgrennslan og kveinkan komst ég að því hvað hafði valdið þessum óbærilega sársauka en þá var það stærðarinnar vifta sem hafði slegist taktfast í hendina á mér. Eftir það var svo farið á Nonnabita og beint í ból.

Siggi og Sigrún, ég vil að lokum þakka kærlega fyrir mig. Ég skemmti mér konunglega!!! Þið eruð fríð í framan og megi framtíðin blasa við ykkur ;o)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim