gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

mánudagur, júlí 28, 2008

Uppgjör hinna stóru...

Nú fer í hönd spennandi vika. Bankarnir munu skila uppgjörum sínum fyrir annan ársfjórðung ársins 2008. Athyglisvert er að bankarnir stóru (þ.e.a.s. Glitnir, Kaupþing, Landsbankinn, Spron og Straumur) mynda rúm 83% af úrvalsvísitölunni og má því gera því skóna að líflegt verði á hlutabréfamarkaðnum í þessari vikunni. Svona leit markaðurinn út í dag til dæmis:
Talsverð lækkun í morgun en svo róaðist markaðurinn nú og hélt sér í 4.121 stigi undir lokun í dag (lækkun innan dags var -0,73%).Krónan heldur hins vegar áfram að veikjast og er það mikið áhyggjuefni þar sem hún fer nú að nálgast sitt veikasta gildi. Vísitölugildið undir lok dagsins var 166,5 stig en hæst hefur vísitalan farið í 169 stig.
Það verður Landsbankinn sem ríður á vaðið í fyrramálið og er því spennandi að sjá hvernig hreyfingar næstu daga munu líta út sér í lagi vegna lausafjársskorts undanfarinna missera og hugsanlegrar nýtingar veiks gengis til að bæta uppgjör.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim