gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

föstudagur, júlí 25, 2008

Hvað var í fréttum í vikunni?

*Verðbólga skreið í 13,6% núna í morgun
*Karadzic var handsamaður í strætó
*Nakinn maður gekk á Esjuna
*Batman-myndin Dark Knight var frumsýnd

Já, þetta síðasta fór ég og upplifði ásamt þeim Gauta, Gunna, Óla og René kollega mínum úr Seðlabankanum. Við vorum allir frekar sammála því að myndin hefði verið góð. Ég að vísu veit nú ekki hvort hún sé svo góð eins og imdb.com fólk vill af láta. Þar er hún komin í fyrsta sætið og er þar að skáka hinni ódauðlegu mynd Godfather I. Ég veit ekki alveg með þetta. Skákar víst fátt Godfather I sem er að mínu mati önnur af tveimur bestu myndum síðustu aldar og þess sem af er 21. öldinni. Hin myndin er, tja reyniði bara að geta hvaða mynd ég er með í huga? Hef það sem smá flöskudagsleik hehe. Sigurvegarinn fær e.t.v. einn kaldan bjór hjá mér við tækifæri ef ég þekki viðkomandi þ.e.a.s.

En annars fannst mér Heath Ledger fara með leiksigur þarna. Synd að hann mun ekki fara í gervi Jokersins framar.

En þá er bara að vera duglegur í vinnunni, vakta bloggið fyrir hugsanlegum svörum og gera sig svo kláran í "Litla-Brún fyrir lengra komna" sem byrjar í kvöld.

3 Ummæli:

  • Þann 4:08 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    er það godfather II ? hehe

     
  • Þann 11:04 f.h. , Blogger gemill sagði...

    Já, Harpa hefur hlotið rétt fyrir þetta og fær því einn ískaldan bjór hehe. :)

     
  • Þann 11:07 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    JEY !!!!

     

Skrifa ummæli

<< Heim