gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

mánudagur, júlí 21, 2008

Ætli það sé skárra á Zimbabve...

Vonum nú að ástandið fari nú að skána í hinu fyrrum stóra efnahagsveldi Zimbabve. Mugabe og Zvangirai hafa nú loks hafið viðræður um samstjórn en kallinn setti þau skilyrði að hvorki Evrópulönd né Bandaríkin kæmu neins staðar að. Að auki var gefinn út nýr peningaseðill sem hljóðar upp á 100 milljarða Zimbabveískra dali.

En svona til að setja efnahagsmálin í samhengi og að leika sér aðeins með tölur, þá fór ég aðeins að pæla því ég vildi sjá hvernig gengið á þessum gjaldmiðli væri gagnvart íslenskri krónu og þá kom í ljós eftirfarandi skv. oanda.com:

Monday, July 21, 2008
1 Zimbabwe Dollar = 0.00000000 Iceland Krona

... þetta gefur mér ekki alveg nógu haldgóða niðurstöðu og því prófaði ég hið öfuga hlutfall:

1 Iceland Krona (ISK) = 341,796,211 Zimbabwe Dollar (ZWD)

... s.s. til að kaupa okkar ágætu íslensku krónu þarf um 342 milljónir Zimbabveískra dollara sé miðað við gengið í dag.

Talandi um veika íslenska krónu!!!

3 Ummæli:

  • Þann 8:42 e.h. , Blogger Bidda sagði...

    Við bara meikum það í Zimbabve, ekki málið:D

     
  • Þann 10:19 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Er þá Zimbabve ekki með flesta milljarðamæringa í heimi :)

     
  • Þann 9:14 f.h. , Blogger gemill sagði...

    Það er ég nú að vona. Ég vona að milljarðamæringarnir séu ekki bara á meðal ráðamanna.

    Þarna hefur undanfarið verið verðbólga sem nemur tugþúsundum prósenta. Við slíkar aðstæður er nú ekki endilega víst að fjármagn streymi farsællega á milli þegna.

    Reyndar hafa nú vandamálin verið mun verri en þau sem lúta að verðbólgunni og því lítið hægt að aðhafast við að ná niðurlögum hennar.

     

Skrifa ummæli

<< Heim