Ég held að ég sé ekki í náðinni hjá Ýrr þessa dagana, veit ekki hvað ég hef gert henni, en hún er búin að taka mig út af bloggaralistanum sínum og það sem slæmt er, er að ég er ekki einu sinni á "Dauðalistanum" og þá er ástandið orðið slæmt finnst mér. Þar sem það er mikilvægt fyrir okkur að vera viðurkennd sem bloggarar, er mikið kappsmál að fá að vera þó alla vega á Dauðalistanum. Ýrr er nú goðsögnin!!! Þengill var einmitt að kvarta fyrir mína hönd að þetta gengi ekki, þar sem Alzheimer Light hefur verið að hrjá hann og mundi því ekki slóðina inn á mína líka ágætu bloggsíðu!
Annars er Ritgerður að gefa eftir í baráttunni og ég mun líklega liggja í HENNI í alla nótt og hætti ekki fyrr en ég skila henni. Það er þó eina af því góða við þessa konu, að maður getur bara skilað henni þegar maður er orðinn ógeðslega leiður á henni SEM ÉG ER ORÐINN !!!!!!
Annars er Ritgerður að gefa eftir í baráttunni og ég mun líklega liggja í HENNI í alla nótt og hætti ekki fyrr en ég skila henni. Það er þó eina af því góða við þessa konu, að maður getur bara skilað henni þegar maður er orðinn ógeðslega leiður á henni SEM ÉG ER ORÐINN !!!!!!