Hvað er ein smá skattahækkun á milli vina? Þetta ætti nú ekki að vera svo slæmt. Það eru meira að segja til góðir punktar við eina slíka!!! Hvað er það sem þorrinn kvartar undan sí og æ? Það er VERÐBÓLGAN, allir æfir yfir því að vöruverð sé of hátt. En þegar ríkisstjórnin hækkar skattana, þá slær hún á þensluna í leiðinni. Verðbólgan MINNKAR!!! Mig langar aðeins að taka smá extrím dæmi. Segjum sem svo að Skattman (Geir H. Haarde) myndi hækka með einu pennastriki skatta í 90 % !!!! Sem þýðir einfaldlega það að sá sem hefur 100.000 kall í brúttótekjur á mánuði fær ekki nema 10.000 kall í sinn mölétna vasa. Þetta myndi eflaust kalla á mikla aðsókn í leyniskyttunámskeið o. fl í þeim dúr en lítum um stundarsakir fram hjá því og sömuleiðis lífeyrissjóðum, tollum og svoleiðis. Fólk myndi neyðast til að draga gríðarlega úr neyzlu sinni. Hvað yrðu þá kaupmenn að gera, þegar birgðirnar hrannast upp hjá þeim, þeir neyðast til að lækka verðið. Þetta myndi minnka verðbólguna og allir yrðu glaðir. En eitt er staðreynd, þetta myndi stefna þjóðfélaginu í KREPPU dauðans. Mikið atvinnuleysi færi að gera vart við sig og fyrirtæki stefndu hratt í gjaldþrot og þá fyrst yrðu allir snælduvitlausir. Þannig að þetta færi í hring. Svo eru allir æfir núna út af 9% hækkun tekjuskatta.
Bara smá pæling! gemill
Bara smá pæling! gemill
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim