gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

föstudagur, nóvember 22, 2002

Í dag lenti ég í mjög sérkennilegu atviki. Hef ekki lent í þessu síðan ég var 4ra til 5 ára. Fór í Nautilus í Kópavogi (Sundlaug Kópavogs) og þegar ég var að gera mig klárann til að fara í skóna mína voru þeir á bak og burt. Einhver hafði annað hvort hnuplað þeim eða tekið í misgripum mína skó í staðinn fyrir sína. Svona atvik eru gríðar óþægileg. Þarna stóð ég bara eins og bjargarlaus kettlingur úti á miðju gólfi og góndi í skóhilluna dágóða stund og var bara hissa á svipinn. Það endaði með því að ég tilkynnti þetta en það var bara ekki nóg, einhvern veginn varð ég að geta hreyft mig, var orðinn strandaglópur þarna. Hringdi í Bjarna og hann kom einhverjum hálftíma síðar með skó handa mér svo ég gæti komist af stað út í bíl. Skrítið hvað getur komið fyrir mig maður. Kannski maður ætti að auglýsa eftir þeim. Hvítir Adidas strigaskór, með hvítum reimum og þessum þremur röndum sem mynda Adidas merkið.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim