gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

þriðjudagur, nóvember 19, 2002

Jæja , jæja. Æskan er liðin hjá. Er ekki frá því að hafi glitt í grátt hár í morgun. Vaknaði allt í einu árinu eldri, humm. Svo fór maður að reikna og ég komst að því að ég var orðinn 23 ára!!!!! Sumir sendu mér sms í dag um að nú lægi allt niður á við héðan í frá. Ég er þá kannski kominn á þennan bezta aldur sem menn tala oft um. Nei, annars er þessi dagur búinn að vera mjög annasamur. Byrjaði hann á tíma frá 8:40 og var svo búinn kl. 16:00. Þá var stefnan tekin á Hlöðuna og reynt að læra þar en ég var einhvern veginn í engu stuði til þess. Ætlaði að fara að gera loksins eitthvað í þessari Umferðaráhætturitgerð minni en þá voru engar tölvur lausar svo lítið varð úr verki. Mér var boðið í mat hjá Valda frænda og Höllu, Sigga Braga og Gurru systur mömmu og auðvitað litla gríslingnum mínum honum Alexander sem átti einmitt 3 mánaða afmæli í dag. Hann er algjör moli kallinn. Fékk þetta fína Lasagna og kaffi á eftir. Er búinn að fá tvær afmælisgjafir í dag. Pennaveski frá Jóni Ólafi og Toblerone frá Valda og Höllu, Alexander og þeim öllum. Svo á ég von á ryksugu frá mamms og pabbs, það verður sko aldeilis munur að losna við allar bjöllurnar úr íbúðinni hehe. Já, þá er það bara vídeó eða eitthvað þessa einu klukkustund sem eftir er af afmælinu mínu. Bless í bili.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim