Jæja, þá er loks kominn föstudagur, en ég er aldrei þessu vant að fara að gera ekkert (nema læra hehe je sjor) . Skellti mér á miðvikudaginn á sérdeilis skemmtilegt vísnakvöld hjá gamla kórnum mínum Kór FSu á Selfossi í minni heimasveit. Þengill, Heba, frænka hans Þengils, hún Sigga og Gosi voru með í för. Ég þekkti ósköp fáa í kórnum í þetta sinn, mesta lagi þrjá sem hafa verið að byrja þegar ég hætti en ég hætti um jólin 1999 á síðustu öld!!!! Annars var gaman að koma og skoða gamla skólann sinn og hitta skólameistara og aðra viðstadda. Það á að vera vísindaferð í kvöld en ég ætla ekki að fara í hana, heldur ætla ég að fara á svokallað FATÍMU djamm á morgun. Það er svona kórdjamm (ef einhver skildi efast). Þá verður sko fjör, alltaf gaman að syngja í glasi, Söngurinn göfgar og glæðir. Svo verður matur og skemmtiatriði. En fjörið mun byrja heima hjá henni Ýrr prinsessu. Og ef ég þekki hennar partý rétt þá verður geggt stuð.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim