gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

föstudagur, apríl 28, 2006

Hér angar allt af myntu...

Vaknaður eftir prýðisgott Mojito pókerpartý hjá Jóni í gærkvöldi. Mættir voru, Baldur, Ketill, ég Óli og Jón og Alma kærasta Jóns. Það var hann Óli sem hafði betur í þetta sinnið og missti ég því titilinn til hans.

Vegna þess að við Baldur ætluðum að hafa mojito með spilinu, þá þurfti náttla að redda ýmsum hlutum í drykkinn og varð þá auvitað smá mis á milli okkar þar sem við komum báðir með alveg haug af myntulaufum. Maður spyr sig, hvað á maður að gera við búnt af myntu??? Nú verður bara mynta í sjónvarpsnammi á næstunni mohahaha...

Jamm, en nú eru komnar fullt af góðum uppástungum við fyrstu vísbendingu en því miður er engin af getgátunum rétt svar, svo það er kominn tími á aðra vísbendingu í leik 13.

Leikur 13: Önnur vísbending: 4 stig.

Í nafni mannsins kemur fyrir komma.

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Í dag...

...var sólríkur dagur og náði ég að afreka það að fara í tíma kl 8, mæta á bókasafnið kl 10, vera í kaffi með Katli til kl 12, læra til kl 18 og fara svo í kaffi, en þá var orðið skýjað, alveg týpískt. Bara búið að vera gott veður í allan dag. Síðan náði ég að fá mér kebab, hitta Önnu Ósk og horfa á dramatískan fótboltaleik.

Annars erum við Kristín farin að bíða eftir myndinni um Da Vinci kóðann með síðhærða Tomma Hanks. Við erum beinlínis orðin húkkt á þessari bók og hlökkum til að sjá hvort myndin standist væntingar okkar. Ketill hefur einnig fengið gríðarlegan áhuga fyrir Dan Brown og er að ljúka Englum og Djöflum. Hann er samt ekki viss hvort hann ætli að sjá myndina um Da Vinci kóðann, þar sem hann óttast vonbrigði. Kristín er btw. á bls 523 og er s.s. að klára kóðann þessa dagana.

Nú kemur hins vegar leikur númer 13.

Leikur 13: Fyrsta vísbending: 5 stig.

Spurt er um karlmann.
Margar sögubækur hafa verið skrifaðar um þennan mann.

sunnudagur, apríl 23, 2006

Tvífarar

Hehe Hvor er hvað?

Oleguer Barcelonaspilari eða Kalli Blásýruspilari???

Strætójunkies- og barbarians

Fór til Þórunnar og Björns í grillveislu í gærkvöldi. Leiðin þangað var tekin með strætóum tveim. Það er svossum ekki mjög áhugavert en það var svolítið furðulegt sem átti sér stað á leiðinni. Í fyrsta lagi kom ég svolítið seint á stoppistöðina sem olli því að ég missti af strætisvagninum. Þess vegna tók ég þá ákvörðun að rölta af stað. Þegar ég hins vegar kom á næstu stoppistöð, þá var strætóinn stopp þar. Mér fannst það nú svolítið furðulegt, þar sem ég hafði ekki labbað þetta á ofurhraða. Ég ákvað því að fara inn í bílinn og sýndi bílstjóranum græna kortið mitt. Þá sagði hann eitthvað með sínum hreinræktaða hrognamálskaupmannahafnarhreim sem ég bara náði ekki einu orði af. Ég sagði því bara OK og settist.

Ef ég hefði skilið manninn þá hefði ég EKKI stigið inn í vagninn, þar sem heiftarlegt rifrildi átti sér stað á milli heróin"junky" og tyrkja sem var þarna með 8-10 ára son sinn með sér. Þetta fór allt á versta veg hjá þeim og voru þeir byrjaðir að stjaka við hvor öðrum og kalla hvor annan ýmsum nöfnum. Sonurinn var farinn að háskæla og var trekk í trekk að biðja föður sinn að hætta að rífast við fíkilinn, skiljanlega.

Í vagninum var táningsstelpum sem sátu aftast ekki farið að lítast á blikuna og báðu um að komast út. Þá sagði vagnstjórinn að hann myndi ekki opna vagninn fyrr en lögreglan kæmi á staðinn, sem mér finnst undarlegt. Mér var nú ekki rótt þarna sjálfum, þar sem ég var á skoðun stelpnanna. Að endingu kom þó löggan og vagninn var opnaður og ég ekki lengi að koma mér út.

Í seinni strætisvagninum sem ég fór með var hins vegar skrítinn gaur, með leðurbrynju og þetta líka myndarlega en þó slíðraða "Two-handed" battlesword. Maður spyr sig hvort vopnaburður sé almennt leyfður í strætisvögnum eftir allt sem á undan er gengið.

Sit annars hér svolítið ryðgaður og blogga. Var í þynnkugalsa áðan og ákvað að kaupa bara eftirlíkingar af þekktum vörum. Í stað Coca-Cola, keypti ég River-Cola light, í stað Mars súkkulaðis keypti ég Titan súkkulaði og í stað Läkerols, keypti ég Hustol. Alveg æði eða þannig. Sé samt mest eftir að hafa keypt River-Cola light, ojj bjakk.

Hilla er komin á stigatöfluna, þar sem hún svaraðir spurningu 12 hárrétt. Edit Piaf var konan. Mér finnst ótrúlegt að það sé hægt að svara spurningunum svona snemma. Þetta hefði getað verið hver sem er. Verst hvað margar vísbendingar fara í súginn hehe.

Stigataflan eftir 12 leiki:

1. Baldur 13 stig
2. Anna Ósk 9 stig
3.-4. Hilla 5 stig
3.-4. Bidda 5 stig
5.-7. Þórir Hrafn 4 stig
5.-7. Helgi Heiðar 4 stig
5.-7. Jón Ólafur 4 stig
8.-9. Sverrir 2 stig
8.-9. Gauti 2 stig

Hilla er s.s búin að raða sér meðal toppara. Áhugaverð spurning coming next, so stay with us.

föstudagur, apríl 21, 2006

Thad slær mann ...

Nu hafa tveir ungir einstaklingar fra Selfossi latist a undanfornum vikum og veit madur ekki hvar thetta endar. Annar theirra var med mer i argangi i barnaskola og hinn med brodur minum i bekk. Varla hægt ad gera ser i hugarlund sorgina sem foreldrarnir og adstandendur thurfa ad ganga i gegnum thessa dagana.

Er annars staddur a CBS bokasafninu i Frederiksberg nuna og akvad ad blogga sma. Eg var vist buinn ad lofa ad setja nyja spurningu inn um daginn, en gerdi aldrei, svo eg verd ad bæta ur thvi nuna. Annars er stefnan sett a sma bjor her i skolanum i kvøld, (rettara sagt bara eftir ad eg klara ad blogga thetta.)

Til ad frida samviskuna hefur gengid agætlega vel ad læra i dag.

Leikur 12: Fyrsta visbending: 5 stig.

Spurt er um konu.
Konan vakti mikla athygli fyrir hæfileika sina a sinum tima.

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Páskafrí runnið á enda

Það er nú búið að vera ljúft að vera í páskafríi. En svo var ég að komast að því að ég þarf að vera í heilar sex vikur til viðbótar í skólanum (þ.e. bara tímum) svo tekur við rúmur mánuður í próf. Þetta er hvimleitt mjög, þar sem þetta þýðir bara að það verður endalaust efni til prófs. Það er reyndar þannig að ég er með 16 einingar (íslenskar einingar) og það er aðeins meira en 100 % nám heima á fróni, en þetta er nú einum of finnst mér. a.m.k. tveim vikum meira en námið heima.

Jæja, það er víst komið rétt svar við 11. spurningu og það var hann Baldur sem svaraði rétt. Þessi atburður var Watergate-innbrotið sem einnig er kallað Watergate hneykslið.

Framvindan var s.s. í stuttu máli sú að fimm menn voru handteknir við innbrot inn í byggingu Demókrataflokksins í Bandaríkjunum (Watergate-hótelið) á þjóðhátíðardag íslendinga árið 1972, fyrir að koma fyrir ýmsum hlerunarbúnaði og þvíumlíku til að komast að hinu og þessu um demókrata. Washington Post var ekki lengi að bendla þennan verknað við Rebúblikana, þar sem tékki upp á 25.000 $ sem stílaður var á kosningaskrifstofu þáverandi forseta Bandaríkjanna, Richard Milhous Nixon, fannst á bankareikningi eins innbrotsþjófanna.

Þrátt fyrir þetta var Nixon endurkjörinn sem forseti í nóvember 1972, með miklum yfirburðum. En þetta kjörtímabil varð Nixon mjög erfitt þar sem Watergate málið var rannsakað ofan í kjölin og öll spjót beindust að Nixon. Yfirheyrslur og viðtöl við hann voru tekin upp á segulbönd, sem síðan voru eitthvað slitrótt (þar sem marga kafla vantaði í þau).

Það er svo í nóvember 1973, ári eftir að Nixon var endurkjörinn að hann kemur með hin fleygu orð: " I'm not a crook" í fjölmiðla, þar sem hann vísar aðild sinni að málinu á bug. Þá fór gamanið heldur betur að kárna þar sem Hvíta húsið var trekk í trekk að láta frá sér breytt og fegruð skjöl úr viðtölunum.

Að endingu var það svo að Nixon sagði af sér í ágúst 1974 og varð þá fyrsti og eini forsetinn í sögu Bandaríkjanna (hingað til) sem sagt hefur af sér embætti.

Stigataflan eftir 11 leiki:

1. Baldur 13 stig
2. Anna Ósk 9 stig
3. Bidda 5 stig
4.-6. Þórir Hrafn 4 stig
4.-6. Helgi Heiðar 4 stig
4.-6. Jón Ólafur 4 stig
7.-8. Sverrir 2 stig
7.-8. Gauti 2 stig

Baldur kemur sér hér vel fyrir á toppnum.Við fáum 12. leik á morgun.

laugardagur, apríl 15, 2006

Dúlegur

Nú held ég bara að ég sé búinn að vera meget duglegur að læra. Sat allan gærdag og meginpart dagsins í dag við bóklestur og verkefnavinnu. Nú er bara málið að skella sér út í sólina og fara að grilla.

Þá er það önnur vísbending.

Leikur 11: Önnur vísbending: 4 stig.

Atburðurinn var glæpur sem hafði afdrifarík áhrif á málalyktir eins ákveðins manns.

föstudagur, apríl 14, 2006

Langt um liðið

Það hefur verið ágæts gestagangur hérna hjá okkur í Köben. Fyrst kom Ólöf, systir Kristínar, þá foreldrar hennar og síðan voru Ýrr og Biggi að koma í gærdag. Planið er svo að fara í partý annað kvöld hjá Yngva og Möggu. Nú er það bara harkan í lærdómnum (sama gamla leiðinlega tuggan) og einmitt komið sólskin og blíða úti. Reyndar ætla ég að leifa mér að horfa á Barca - Villareal í kvöld ef ég næ góðum lærdómspakka.

Það er best að setja fram nýjan leik núna.

Leikur 11: Fyrsta vísbending: 5 stig.

Spurt er um atburð (eða framvindu).
Atburðurinn hefur með vatn að gera.

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Mottudagar í Köbenhavn

Eins og komið hefur fram hér á síðunni erum við Baldur og Ketill búnir að vera að safna alskeggi í um mánaðartíma eða svo. Meiningin var síðan að raka skeggið af um síðustu helgi en það varð ekki nægileg stemning úr því vegna próflestrar Ketils (bið nálæga afsökunar á því að við verðum eins og Tom Hanks í Cast Away fram að næstu helgi) . Þá er hins vegar meiningin að raka makkann af og vera með mottur. Það verður töff að okkar mati. Reyndar fékk Baldur undanþágu um síðustu helgi, þar sem hann fór í Tarantino-þema-partý sem Jules Winnfield og er því með kótilettur og læti núna. En það verður heljarinnar fjör um næstu helgi ef Baldri tekst að redda pleisinu fyrir partý og við allir með mottur. Það verður líklega haugur af myndum settur inn á myndasvæðið af þessu tilefni.
Skjótt skipast veður í lofti...

Þetta er bara hreint ótrúleg keppni, það er komið rétt svar við spurningunni í leik 10. Það var enginn annar en Baldur (Jules Winnfield) sem tók þetta á fimm stigum í dag. Kalli var hins vegar ekki langt frá því en fær þó hrós fyrir að koma með tilvitnunina í lagið (því miður engin stig :o( ). Auðvitað var hér um að ræða snillingana í R.E.M. sem sungu um Elvis, Newton, Móse, Darwin og náttúrulega Andy Kaufman í laginu "Man on the Moon". Þar með skipar Baldur sér meðal toppverma.

Stigataflan eftir 10 leiki:

1.-2. Baldur 9 stig
1.-2. Anna Ósk 9 stig
3. Bidda 5 stig
4.-6. Þórir Hrafn 4 stig
4.-6. Helgi Heiðar 4 stig
4.-6. Jón Ólafur 4 stig
7.-8. Sverrir 2 stig
7.-8. Gauti 2 stig

Baldur kemur sér hér með á toppinn og er greinilegt að baráttan verður hörð framundan.
Við fáum 10. leik á morgun.

þriðjudagur, apríl 04, 2006

He He eg held ad Yrr se bara med hæga tengingu! Thad er reyndar ekkert skritid ad hun tali um thetta, thar sem folk er svo oflugt ad svara. Eg hlyt ad vera svona fyrirsjaanlegur, en thad er sama hversu langsott eg kafa, thad nær alltaf einhver ad svara thegar 4 til 5 stig eru i bodi. En thad gerir leikinn bara miklu meira spennandi.

Tha er vist best ad skella 10. leiknum i gang.

Leikur 10: Fyrsta visbending: 5 stig.

Spurt er um hljomsveit.
Hljomsveitin song eitt sinn um Mose, Newton og fleiri snillinga.

mánudagur, apríl 03, 2006

Kæmpe kæmpe fedt

Ólöf systir Kristínar kikkaði aðeins á okkur í gær á leið sinni heim á klakann. Hún var að koma frá Austurríki af ráðherrafundi sem haldinn er á sex mánaða fresti meðal menntamálaráðuneyta landa. Hún var í svona workshop sem kennari til að finna út hvaða leiðir eru færar til að meta svokallaða óformlega menntun, s.s. eitthvað sem t.d. skátar læra en er ekki viðurkennt af menntakerfinu.

Það er annars kominn sigurvegari í níunda leiknum. Það er stúlka sem lætur ekki oft svar koma frá sér, en þegar hún kemur með það, þá er það rétt. Þannig að hún er með 100% svarhlutfall í þessari keppni. Þetta er engin önnur en Anna Ósk og adspurð segist hún ætla að halda þessu svarhlutfalli út í rauðan. En svarið var hin magnaða og þrusuflotta leikkona, Catherine-Zeta-Jones sem skammast sín svo mikið fyrir spúsa sinn Douglas þegar hún er að kaupa sér föt. Segir hann ekki vera með neinn fatasmekk.

Stigataflan eftir 9 leiki:

1. Anna Ósk 9 stig
2. Bidda 5 stig
3.-6. Þórir Hrafn 4 stig
3.-6. Helgi Heiðar 4 stig
3.-6. Baldur 4 stig
3.-6. Jón Ólafur 4 stig
7.-8. Sverrir 2 stig
7.-8. Gauti 2 stig

Anna tekur hér afgerandi forystu en baráttan er ekki búin, það eiga margir möguleika á sigri hér.

Við fáum 10. leik á morgun.

sunnudagur, apríl 02, 2006

Vores nye fjernsyn

Við Kristín fórum í gær í Bláa Pakkhúsið (sem er svona Kolaport) til þess að athuga með sjónvarp. Gamla góða sjónvarpið mitt er alveg orðið ónýtt að mínu mati enda komið til ára sinna. Óli benti okkur á að kíkja þangað og skima eftir sjónvarpi og viti menn, okkur tókst að krækja í 29" 100 riða Philips sjónvarp á 750 dkk og innifalin í verðinu var heimsending. Þetta tókst með smá prútti en upphafsverðið var 1000 dkk. Alltaf hægt að gera góð kaup. (Vonum að sjónvarpið endist eitthvað fram á öldina hehe.)

Þá er það önnur vísbending.

Leikur 9: Önnur vísbending: 4 stig.
Konan er leikkona og var fyrsta hlutverk hennar í franskri mynd.