Strætójunkies- og barbariansFór til Þórunnar og Björns í grillveislu í gærkvöldi. Leiðin þangað var tekin með strætóum tveim. Það er svossum ekki mjög áhugavert en það var svolítið furðulegt sem átti sér stað á leiðinni. Í fyrsta lagi kom ég svolítið seint á stoppistöðina sem olli því að ég missti af strætisvagninum. Þess vegna tók ég þá ákvörðun að rölta af stað. Þegar ég hins vegar kom á næstu stoppistöð, þá var strætóinn stopp þar. Mér fannst það nú svolítið furðulegt, þar sem ég hafði ekki labbað þetta á ofurhraða. Ég ákvað því að fara inn í bílinn og sýndi bílstjóranum græna kortið mitt. Þá sagði hann eitthvað með sínum hreinræktaða hrognamálskaupmannahafnarhreim sem ég bara náði ekki einu orði af. Ég sagði því bara OK og settist.
Ef ég hefði skilið manninn þá hefði ég EKKI stigið inn í vagninn, þar sem heiftarlegt rifrildi átti sér stað á milli heróin"junky" og tyrkja sem var þarna með 8-10 ára son sinn með sér. Þetta fór allt á versta veg hjá þeim og voru þeir byrjaðir að stjaka við hvor öðrum og kalla hvor annan ýmsum nöfnum. Sonurinn var farinn að háskæla og var trekk í trekk að biðja föður sinn að hætta að rífast við fíkilinn, skiljanlega.
Í vagninum var táningsstelpum sem sátu aftast ekki farið að lítast á blikuna og báðu um að komast út. Þá sagði vagnstjórinn að hann myndi ekki opna vagninn fyrr en lögreglan kæmi á staðinn, sem mér finnst undarlegt. Mér var nú ekki rótt þarna sjálfum, þar sem ég var á skoðun stelpnanna. Að endingu kom þó löggan og vagninn var opnaður og ég ekki lengi að koma mér út.
Í seinni strætisvagninum sem ég fór með var hins vegar skrítinn gaur, með leðurbrynju og þetta líka myndarlega en þó slíðraða "Two-handed" battlesword. Maður spyr sig hvort vopnaburður sé almennt leyfður í strætisvögnum eftir allt sem á undan er gengið.
Sit annars hér svolítið ryðgaður og blogga. Var í þynnkugalsa áðan og ákvað að kaupa bara eftirlíkingar af þekktum vörum. Í stað Coca-Cola, keypti ég River-Cola light, í stað Mars súkkulaðis keypti ég Titan súkkulaði og í stað Läkerols, keypti ég Hustol. Alveg æði eða þannig. Sé samt mest eftir að hafa keypt River-Cola light, ojj bjakk.
Hilla er komin á stigatöfluna, þar sem hún svaraðir spurningu 12 hárrétt.
Edit Piaf var konan. Mér finnst ótrúlegt að það sé hægt að svara spurningunum svona snemma. Þetta hefði getað verið hver sem er. Verst hvað margar vísbendingar fara í súginn hehe.
Stigataflan eftir 12 leiki:1. Baldur 13 stig2. Anna Ósk 9 stig3.-4. Hilla 5 stig3.-4. Bidda 5 stig5.-7. Þórir Hrafn 4 stig5.-7. Helgi Heiðar 4 stig5.-7. Jón Ólafur 4 stig8.-9. Sverrir 2 stig8.-9. Gauti 2 stigHilla er s.s búin að raða sér meðal toppara. Áhugaverð spurning coming next, so stay with us.