gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

föstudagur, apríl 28, 2006

Hér angar allt af myntu...

Vaknaður eftir prýðisgott Mojito pókerpartý hjá Jóni í gærkvöldi. Mættir voru, Baldur, Ketill, ég Óli og Jón og Alma kærasta Jóns. Það var hann Óli sem hafði betur í þetta sinnið og missti ég því titilinn til hans.

Vegna þess að við Baldur ætluðum að hafa mojito með spilinu, þá þurfti náttla að redda ýmsum hlutum í drykkinn og varð þá auvitað smá mis á milli okkar þar sem við komum báðir með alveg haug af myntulaufum. Maður spyr sig, hvað á maður að gera við búnt af myntu??? Nú verður bara mynta í sjónvarpsnammi á næstunni mohahaha...

Jamm, en nú eru komnar fullt af góðum uppástungum við fyrstu vísbendingu en því miður er engin af getgátunum rétt svar, svo það er kominn tími á aðra vísbendingu í leik 13.

Leikur 13: Önnur vísbending: 4 stig.

Í nafni mannsins kemur fyrir komma.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim