gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Mottudagar í Köbenhavn

Eins og komið hefur fram hér á síðunni erum við Baldur og Ketill búnir að vera að safna alskeggi í um mánaðartíma eða svo. Meiningin var síðan að raka skeggið af um síðustu helgi en það varð ekki nægileg stemning úr því vegna próflestrar Ketils (bið nálæga afsökunar á því að við verðum eins og Tom Hanks í Cast Away fram að næstu helgi) . Þá er hins vegar meiningin að raka makkann af og vera með mottur. Það verður töff að okkar mati. Reyndar fékk Baldur undanþágu um síðustu helgi, þar sem hann fór í Tarantino-þema-partý sem Jules Winnfield og er því með kótilettur og læti núna. En það verður heljarinnar fjör um næstu helgi ef Baldri tekst að redda pleisinu fyrir partý og við allir með mottur. Það verður líklega haugur af myndum settur inn á myndasvæðið af þessu tilefni.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim