gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

þriðjudagur, desember 19, 2006

Erfiðasta próf lífs míns er afstaðið...

Þreytti í gærmorgun próf i Investment Theory. Þetta var 24 klst próf sem í raun hefði mátt vera í 48 klst vegna erfiðleikastigs þess. Var í 23 klst inni að vinna þetta og nýtti síðasta hálftímann til að skila þessu á skrifstofuna. Ótrúlega skrítin tilfinning að loka sig inni í 23 klst og mæta svo ósofinn niður í bæ að skila þegar allir eru að fara í vinnuna en ég aðframkominn af þreytu, enda búinn að vera á löppum í 26 klst.

Síðustu 4-5 tímarnir fóru í að hreinskrifa verkefnið, en málið var að ég átti að skila tveimur eintökum og þorði ekki að hætta á að skila ljósriti. Erfitt að hreinskrifa 2. stigs diffurjöfnur og passa upp á að öll diffur komi fram þegar maður er farinn að dreyma.

En í morgun var þetta s.s. afstaðið og það var eiginlega frekar fyndið að sjá allar þessar þreyttu manneskjur sem voru samankomnar þarna á skrifstofunni til að skila. Þeir sem ég talaði við voru sammála mér um að prófið nú hefði verið MIKLU erfiðara en prófin undanfarin ár.

Alla vega er ég mjög feginn að hafa lokið þessu af og þér er bara að spýta í lófana fyrir bankahagfræðina á fimmtudaginn.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim