gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

sunnudagur, desember 31, 2006

Krydsild eða Kryddsíld, önd og skaup...

Ég var orðinn hræddur um að missa af uppáhaldsþættinum mínum sem er sýndur einu sinni á ári og einmitt á þessum degi. Krydsild fæ ég að sjá á www.visir.is klukkan 3. Annars verður dagurinn helgaður ritgerðinni fram til klukkan 3 og síðan glápi ég á umræddan þátt. Eftir það fer nú bara að líða að því að við Kristín förum í lestarferð út á Amager til að hitta Ingva og Röggu og Sindra Rafn. Þar munum við eyða áramótunum og snæða önd, glápa á annálana og skaupið. Hver veit nema einhverjir skoteldar fari í loftið. Það verður reyndar skrítið að horfa á skaupið þegar danir fara að sprengja, því klukkan verður orðin 12 á miðnætti áður en skaupið klárast. Hlakka líka svaka til að sjá hvernig kórfólkið spjarar sig í skaupinu. :0)

Annars óska ég öllum gleðilegs nýs árs og TAKK fyrir það gamla.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim