gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

laugardagur, desember 23, 2006

Svona á milli verslanatúra...

Þá er próftörnin komin í hlé fyrir áramótin og við Kristín að undirbúa okkar fyrstu jól. Komin með jólatré og allt. Fórum í gær í Fields stórversunarkeðjuna, sem mér skilst að sé sú stærsta á norðurlöndunum. Keyptum bara flest allt til jólahaldsins þar og geri ég mér nú fyrst grein fyrir hvað það er dýrt að halda jól.

Í dag fannst mér nú ekki nóg komið og ákvað að fara aðra ferð, en í þetta sinn kíkti ég í bæinn og í Fisketorvet að kaupa fyrir baksturinn hjá myndarlegu mömmunni verðandi. En í leiðinni gafst tækifæri til að redda gjöfinni til hennar, en það vill nú oft verða þannig hjá mér að sú gjöf frestast til síðasta dags. Ég sé einmitt fram á aðra ferð í búðir, gat nefnilega ekki borið meira. Þá hugsar maður stundum að gott væri að hafa bíl í slíkt, en lestakerfið er bara með besta móti. Erum svo heppin að búa við Enghave lestarstöðina og erum því enga stund í miðbæinn sem er í jólabúningi þessa dagana.

Jæja, ætli það sé ekki best að fara að koma sér í meira búðaráp, það veitir ekki af að klára það sem fyrst þar sem við eigum von á Ingva og Röggu í heimsókn kl. 4 á eftir.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim