Sit hér við ritgerðarskrif og velti vöngum...
Undanfarin kvöld og daga hef ég sitið hér við stofugluggann minn í nýju íbúðinni og skrifað eitthvað um alþjóðavæðingu sem ég á að skila sem ritgerð eftir áramótin. Það er einmitt á svona stundum sem ég hangi hvað mest á netinu og er þá á því í fleiri klukkutíma. Einmitt núna er ég í þeim pakka og lít annað slagið inn á fréttamiðla, íslenska sem erlenda og sé að fátt kemst að þessa dagana en vangaveltur um hvenær Saddam skal kveðja þennan heim. Sumir segja að aftakan eigi að fara fram í nótt, sumir í fyrramálið og aðrir annan morgun. Hvað sem því líður, hef ég verið að velta þessari fyrirhuguðu aftöku fyrir mér, á milli skrifaðra orða í ritgerðinni minni.
Ég held að það sé bara alls ekki gott að koma kallinum í gálgann eftir allt saman. Ég geri mér að sjálfsögðu grein fyrir því að hann er glæpamaður af hæstu einkunn og allt það en samt er ég ansi hræddur um að henging Saddams og "fullnæging réttlætisins" verði alls ekki til bóta.
Frá Bandaríkjunum berast fréttir um að auka þurfi viðbúnaðarstig í Írak í kjölfar aftökunnar þar sem búist er við enn meiri ólgu í landinu. Hvað ætli margir eigi eftir að falla í valinn í viðbót bara út af þessari aftöku. Ég hef ekki tölur um það en mér finnst eins og sjálfsvígsárásir í Írak hafi verið upp á hvern einasta dag núna í næstum tvo mánuði og vafalaust út af spennu sem þessu fylgir. Spyrja má hvort þetta hefðu orðið svona "annasamir" mánuðir í starfi sjálfsvígssprengjumanna ef Saddam hefði verið dæmdur í ævilangt fangelsi?
Undanfarin kvöld og daga hef ég sitið hér við stofugluggann minn í nýju íbúðinni og skrifað eitthvað um alþjóðavæðingu sem ég á að skila sem ritgerð eftir áramótin. Það er einmitt á svona stundum sem ég hangi hvað mest á netinu og er þá á því í fleiri klukkutíma. Einmitt núna er ég í þeim pakka og lít annað slagið inn á fréttamiðla, íslenska sem erlenda og sé að fátt kemst að þessa dagana en vangaveltur um hvenær Saddam skal kveðja þennan heim. Sumir segja að aftakan eigi að fara fram í nótt, sumir í fyrramálið og aðrir annan morgun. Hvað sem því líður, hef ég verið að velta þessari fyrirhuguðu aftöku fyrir mér, á milli skrifaðra orða í ritgerðinni minni.
Ég held að það sé bara alls ekki gott að koma kallinum í gálgann eftir allt saman. Ég geri mér að sjálfsögðu grein fyrir því að hann er glæpamaður af hæstu einkunn og allt það en samt er ég ansi hræddur um að henging Saddams og "fullnæging réttlætisins" verði alls ekki til bóta.
Frá Bandaríkjunum berast fréttir um að auka þurfi viðbúnaðarstig í Írak í kjölfar aftökunnar þar sem búist er við enn meiri ólgu í landinu. Hvað ætli margir eigi eftir að falla í valinn í viðbót bara út af þessari aftöku. Ég hef ekki tölur um það en mér finnst eins og sjálfsvígsárásir í Írak hafi verið upp á hvern einasta dag núna í næstum tvo mánuði og vafalaust út af spennu sem þessu fylgir. Spyrja má hvort þetta hefðu orðið svona "annasamir" mánuðir í starfi sjálfsvígssprengjumanna ef Saddam hefði verið dæmdur í ævilangt fangelsi?
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim