gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

föstudagur, ágúst 29, 2003

Í gærkvöld skelltum við Kristín okkur á vanmetna mynd Bruce Almighty. Ég var búinn að hlakka lengi til að sjá hana og heyrði svo ekkert annað enn hnuss og fuss um hana og svo þegar við fórum á hana þá var ég alveg grenjandi af hlátri. Þetta var alveg ógeðslega fyndið á köflum. Þannig að þessi gagnrýni fólks gerði ekki til. Jim Carrey er náttla einn af mínum uppáhaldsleikurum og ekki skemmdi að hafa friendsgellu með. Ég er nú búinn að vera veikur alla vikuna en eftir myndina var ég ekkert veikur lengur. Má því segja að kraftaverk hafi gerst en eins og flestir vita þá fjallar myndin um kraftaverk hehe.
Það verður stuð í vinnunni í kvöld, þar sem það verður starfsmannapartý, við reyndar hituðum smá upp í morgun. Ég hef aldrei spilað á píanó svona snemma morguns áður, klukkan var 8:40. En það verður alveg geggjað fjör í kvöld. Vona að Ívar, Hulda og Hjördís verði öll á staðnum. Ég veit reyndar að ég þarf ekki að kvíða því að þau komi ekki. Sveinbjörn veit ég reyndar að verður ekki, hann er nefnilega í útlöndum.
Kristín og stelpurnar ætla að hittast í mat á Kárastígnum og halda upp á ammlið hennar Herdísar Hvalaskoðunarleiðsögumanns sem ætlar að elda fyrir þær. Svo eru þær allflestar að fara til útlanda.

mánudagur, ágúst 25, 2003

Kominn aftur eftir dágott hlé. Þannig var að ég tók mér frí í vinnunni í eina viku til að læra undir tvö próf og taka þau síðan. Þá einhvern veginn nennti ég ekki að blogga neitt. Vikan gekk svona furðuvel, áætlunin mín tókst, þ.e. að komast yfir allt það efni sem ég þurfti að læra. Svo er bara að vona það bezta.
Síðan á laugardagskvöldið var haldið smá partý heima, í tilefni þess að prófin voru búin og svo einnig notað tækifærið og fagnað innflutningi í nýja íbúð. Veit að það var dálítið síðbúið en aldrei of seint að halda smá gleði. Fullt af fólki lagði leið sína til okkar Kristínar og varð alveg hörkufjör. Þetta breyttist í smá Eurovision party í lokin þar sem ég var með allflest lögin á tölvunni, en hún gerði góða hluti tölvan. Það mátti sko finna alla flóruna af partýlögum í henni. Þengill og Krunka fóru heim þar sem Þengill var lagstur og lúinn. Erna hefur samúð mína alla þar sem hún var að fara í próf í dag og fór því snemma. Biggi og Hákon fóru einnig frekar snemma eftir að hafa þambað afrennslið af klökunum sem ég fékk í 10-11 allt kvöldið. Hvað er í þessu vatni sem gerir menn svona slappa???? Síðan um nóttina héldum við Kristín, Ýrr, Gauti, Auður og Sigga vinkona Krunku á Celtic Cross þar sem troðið var á Hverfis. Auður hitti reyndar vinkonur sínar og fór með þeim. En við hin fórum á Celtic. Við Kristín entumst reyndar ekki lengi og fórum, að ég held um 4 leytið heim.
Sunnudagurinn var tekinn í afslappelsi og tiltekt og þvottinn og hvaðeina. Svo er ég bara núna kominn í vinnuna aftur og er það bara fínt eftir að hafa losað sig við stressið sem fylgir því að fara í próf. Allir skólakrakkarnir að koma í bankann og því margt um manninn, svo tíminn er fljótur að líða. Knattspyrna með Tígrunum í kvöld.

miðvikudagur, ágúst 13, 2003

Svolitlar andstæður á milli Jordans og Barneys eða hvað!!!!???




How FAT are you?

Brought to you by the good folks at sacwriters.com
.

Er alveg að sleppa mér í þessum prófum. Minn maður sko!




What lesser-known Simpsons character are you?

Brought to you by the good folks at sacwriters.com
.

Hey, ég er sko enginn annar en Barney Gumble :burb: það er sko ekki amalegt að vera líkt við the Plow-King sjálfan. :burb:

þriðjudagur, ágúst 12, 2003

Síðastliðinn föstudagur eftir vinnu byrjaði þannig að við Kristín elduðum svakalega góðan mat og var síðan haldið á Kárastíginn þar sem við sóttum heim þær Þórhildi og Ágústu, en sú síðarnefnda var í helgarfríi frá fornleifauppgreftri fyrir norðan. Þau Rut og Stebbi voru einnig á staðnum og var þetta svona kósístemning bara.
Á laugardag var svo skellt sér í bröns á Sólon með þeim krökkum auk Jóns Sigurðar og Tótu og haldið svo á Gaypride. Það rigndi svo mikið að ég ákvað að fara og ná í regnhlífina okkar og meðan ég var að því pikkaði ég upp þau Þengil, Krunku, Shawn og Gosa. Við misstum reyndar af göngunni í megindráttum en sáum skemmtiatriðin á Lækjargötunni. Eftir þetta var haldið á Stælinn og fengið sér í gogginn. Kristín fór síðan um kvöldið í vinkonudjamm svo ég heimsótti Gústa og Bjarka á meðan. Eftir þær heimsóknir var maður svo rifinn á djammið og voru staðir eins og 11, Spotlight og "Alþingi" heimsóttir. Þannig vildi nefnilega til að Gunnar fyrrum bassi í HK hleypti okkur inn og leyfði okkur að svipast um í húsinu. Þetta var mjög áhugavert verð ég að segja. Krístín hafði reynt með sínum snilldar samningamætti að koma okkur inn á NASA fyrir 500 kall á manninn þar sem hálftími var eftir af kvöldinu en við hættum við að lokum og ákváðum bara að fara á Alþingi í staðinn.
Á sunnudagskvöldið hittum við svo hana Önnu Högna sem er hér á landi í smá fríi. Farið var á Sólon og komu þónokkuð margir, Þengill, Krunka, Hákon, við Kristín, Ýrr, Lára, vinur hennar Önnu og svo að sjálfsögðu Anna.

miðvikudagur, ágúst 06, 2003

Helgin fór þannig að á föstudaginn var slakað á í miðbænum með ís í hönd enda snilldarveður. Gott ef pylsa hafi ekki verið sett í andlit, man það þó ekki. Austurvöllur var troðinn og skapast alltaf skemmtileg stemmning. Síðan var hafist handa við að setja í skottið á bílnum því ekki leið á löngu þar til við lögðum í hann austur fyrir fjall, nánar tiltekið í Þrastalundinn ( Ákalaund við Litlu Brú ). Þar voru Andans-menn, sem eru svona uppgjafar Röskvumenn og það fólk sem ég þekkti þar var náttúrulega Kristín, Ágústa, Sigga, Ýrr, Auður, Tinna og vinkonur þeirra. Þar voru einnig Eiki, bróðir hennar Siggu úr Vör dóttur Kristínar Steinsdóttur og félagar á gítar ásamt hristu- og bongómönnum. Þeir voru þó nokkuð góðir og kom það manni á óvart hvað maður kunni mikið af textum þrátt fyrir að engin bók var við hönd. Þeir félagar héldu nokkurs konar tónleika, þar sem þeir tóku mikið af frumsömdu efni eins og útihátíðarlag Andans manna 2001 -2003.

Á laugardag var haldið á Selfoss og staldrað við á heimaslóðum mínum. Um kvöldið síðan haldið á Eyrarbakka, þar sem leiðin lá um kvöldið á Rauða Húsið (pöbbinn) þar hittum við Kristín, Ágústa og Ólöf, hana Þórhildi og fleiri sem ég get ekki nafngreint. Ekki var að spyrja að því að frændgarður minn á bakkanum var þarna líka sem og Eyjólfur Sverrisson frústreraður á augabrún. Dúndurstemmning.

Á sunnudag var ætlunin að kíkja á Höllu, Valda og Alexander í sumó á Laugarvatni en þar sem Valdi kallinn fékk þursabit í bakið, þá þurfti að aflýsa því og þess vegna fórum við Kristín til Þengils og Krunku í Grashagann og spjölluðum fram á nótt. Mánudagurinn var svona vídeo-dagur hjá okkur Kristínu á Selfossi og var svo haldið í bæinn í lítilli umferð um kvöldið.

föstudagur, ágúst 01, 2003

Vá er mikið að gera í vinnunni, mætti halda að það sé einhver sérstök helgi framundan?!!!!