gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

mánudagur, ágúst 25, 2003

Kominn aftur eftir dágott hlé. Þannig var að ég tók mér frí í vinnunni í eina viku til að læra undir tvö próf og taka þau síðan. Þá einhvern veginn nennti ég ekki að blogga neitt. Vikan gekk svona furðuvel, áætlunin mín tókst, þ.e. að komast yfir allt það efni sem ég þurfti að læra. Svo er bara að vona það bezta.
Síðan á laugardagskvöldið var haldið smá partý heima, í tilefni þess að prófin voru búin og svo einnig notað tækifærið og fagnað innflutningi í nýja íbúð. Veit að það var dálítið síðbúið en aldrei of seint að halda smá gleði. Fullt af fólki lagði leið sína til okkar Kristínar og varð alveg hörkufjör. Þetta breyttist í smá Eurovision party í lokin þar sem ég var með allflest lögin á tölvunni, en hún gerði góða hluti tölvan. Það mátti sko finna alla flóruna af partýlögum í henni. Þengill og Krunka fóru heim þar sem Þengill var lagstur og lúinn. Erna hefur samúð mína alla þar sem hún var að fara í próf í dag og fór því snemma. Biggi og Hákon fóru einnig frekar snemma eftir að hafa þambað afrennslið af klökunum sem ég fékk í 10-11 allt kvöldið. Hvað er í þessu vatni sem gerir menn svona slappa???? Síðan um nóttina héldum við Kristín, Ýrr, Gauti, Auður og Sigga vinkona Krunku á Celtic Cross þar sem troðið var á Hverfis. Auður hitti reyndar vinkonur sínar og fór með þeim. En við hin fórum á Celtic. Við Kristín entumst reyndar ekki lengi og fórum, að ég held um 4 leytið heim.
Sunnudagurinn var tekinn í afslappelsi og tiltekt og þvottinn og hvaðeina. Svo er ég bara núna kominn í vinnuna aftur og er það bara fínt eftir að hafa losað sig við stressið sem fylgir því að fara í próf. Allir skólakrakkarnir að koma í bankann og því margt um manninn, svo tíminn er fljótur að líða. Knattspyrna með Tígrunum í kvöld.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim