gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

þriðjudagur, ágúst 12, 2003

Síðastliðinn föstudagur eftir vinnu byrjaði þannig að við Kristín elduðum svakalega góðan mat og var síðan haldið á Kárastíginn þar sem við sóttum heim þær Þórhildi og Ágústu, en sú síðarnefnda var í helgarfríi frá fornleifauppgreftri fyrir norðan. Þau Rut og Stebbi voru einnig á staðnum og var þetta svona kósístemning bara.
Á laugardag var svo skellt sér í bröns á Sólon með þeim krökkum auk Jóns Sigurðar og Tótu og haldið svo á Gaypride. Það rigndi svo mikið að ég ákvað að fara og ná í regnhlífina okkar og meðan ég var að því pikkaði ég upp þau Þengil, Krunku, Shawn og Gosa. Við misstum reyndar af göngunni í megindráttum en sáum skemmtiatriðin á Lækjargötunni. Eftir þetta var haldið á Stælinn og fengið sér í gogginn. Kristín fór síðan um kvöldið í vinkonudjamm svo ég heimsótti Gústa og Bjarka á meðan. Eftir þær heimsóknir var maður svo rifinn á djammið og voru staðir eins og 11, Spotlight og "Alþingi" heimsóttir. Þannig vildi nefnilega til að Gunnar fyrrum bassi í HK hleypti okkur inn og leyfði okkur að svipast um í húsinu. Þetta var mjög áhugavert verð ég að segja. Krístín hafði reynt með sínum snilldar samningamætti að koma okkur inn á NASA fyrir 500 kall á manninn þar sem hálftími var eftir af kvöldinu en við hættum við að lokum og ákváðum bara að fara á Alþingi í staðinn.
Á sunnudagskvöldið hittum við svo hana Önnu Högna sem er hér á landi í smá fríi. Farið var á Sólon og komu þónokkuð margir, Þengill, Krunka, Hákon, við Kristín, Ýrr, Lára, vinur hennar Önnu og svo að sjálfsögðu Anna.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim