gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

föstudagur, ágúst 29, 2003

Í gærkvöld skelltum við Kristín okkur á vanmetna mynd Bruce Almighty. Ég var búinn að hlakka lengi til að sjá hana og heyrði svo ekkert annað enn hnuss og fuss um hana og svo þegar við fórum á hana þá var ég alveg grenjandi af hlátri. Þetta var alveg ógeðslega fyndið á köflum. Þannig að þessi gagnrýni fólks gerði ekki til. Jim Carrey er náttla einn af mínum uppáhaldsleikurum og ekki skemmdi að hafa friendsgellu með. Ég er nú búinn að vera veikur alla vikuna en eftir myndina var ég ekkert veikur lengur. Má því segja að kraftaverk hafi gerst en eins og flestir vita þá fjallar myndin um kraftaverk hehe.
Það verður stuð í vinnunni í kvöld, þar sem það verður starfsmannapartý, við reyndar hituðum smá upp í morgun. Ég hef aldrei spilað á píanó svona snemma morguns áður, klukkan var 8:40. En það verður alveg geggjað fjör í kvöld. Vona að Ívar, Hulda og Hjördís verði öll á staðnum. Ég veit reyndar að ég þarf ekki að kvíða því að þau komi ekki. Sveinbjörn veit ég reyndar að verður ekki, hann er nefnilega í útlöndum.
Kristín og stelpurnar ætla að hittast í mat á Kárastígnum og halda upp á ammlið hennar Herdísar Hvalaskoðunarleiðsögumanns sem ætlar að elda fyrir þær. Svo eru þær allflestar að fara til útlanda.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim