gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Bankakreppa...???

Eru bankarnir komnir í greiðsluþrot? Eru eignir þeirra verðfallnar og skuldir komnar með of háa greiðslubyrði? Er eigið fé þeirra uppurið? Þetta er það sem ég les úr fyrirsögnum fréttamiðla þessa dagana.

Ef ríkið "beilar" þá svo út, og Seðlabankinn viki frá verðbólgumarkmiði sínu, þá held ég að skapist talsverð áhættusækni og freistnivandi á ný og verð hækkar MIKIÐ með alvarlegum afleiðingum fyrir stöðugleika í fjármálum.

En jæja, í svartnættinu er best að fá einn gúgglileik.

Gúgglileikurinn

5. umferð. Fyrsta vísbending: 5 stig.

Spurt er um tónlistarmann.
Tónlistarmaðurinn sem er núlifandi, var þekktur fyrir að vera mikill nammigrís (a.m.k. eitt sinn).

þriðjudagur, febrúar 26, 2008

Hvaða háa gengi?

Mér finnst peningamálaumræðan vera orðin dálítið ruglingsleg. Ýmsir eru að halda því fram að Seðlabankinn hafi engin tök á verðbólgunni (sem fór upp í 6,8% í morgun, ef miðað er við síðustu 12 mánuði) og á sama tíma sé hann að búa til hátt gengi íslensku krónunnar (en gengisvísitala íslensku krónunnar mælist nú: 128,7 sé miðað við meðalgengi febrúarmánaðar). Hvað eru menn að tala um? Gengi krónunnar hefur ekki verið LÆGRA síðan í júlí árið 2006 (þegar vísitalan stóð í rúmlega 130 stigum). Ég get nú ekki séð að hægt sé að kenna því um samdrátt útflutningsaðila.

Menn verða að gæta sín aðeins á að rugla ekki saman eplum og appelsínum (ef þið skiljið hvað ég á við) þegar þeir tala um peningamál, því þá er hætta á rangtúlkunum.

fimmtudagur, febrúar 14, 2008

Um styrivaxtaakvordun Sedlabanka Islands og misgafulegar vangaveltur...

Tha er sidasta vaxtaakvordun Sedlabankans komin i ljos og supa margir hveljur a mbl kommentasidunum. Bankinn akvad ad halda voxtunum obreyttum i 13,75%.

Thad er athyglisvert hvad margir fara ofogrum ordum yfir David Oddsson i kommentum sinum a bankann (sem eg stend fastur a ad eiga ad vera um bankann en ekki um David sem personu). Madur er ordinn half threyttur a ad lesa endalaust skitkast sem a ser ekki tilverurett, betra ef menn koma ser bara beint ad efninu sem er styrivaxtaakvordunin.

Thad er audvitad mjog skiljanlegt ad folk dragi andann thungt thessa dagana. Kjaravidraedur i gangi, lansfjarmagn af skornum skammti og veik krona svo eitthvad se nefnt. En thetta allt saman er ekkert Sedlabankanum ad kenna. Thetta astand komum vid islendingar okkur i m.a. med gridarlegri fjarfestingu sem fjarmognud var med skuldum. Thetta thandi hagkerfid svo um munadi ad verdbolga for ur bondunum. Ad bua svo vid langvinnt verdbolguastand er lika otholandi thvi thad gerir akvardanatoku okkar erfidari, slævir verdskyn okkar og gerir thad ad verkum ad dyrara er ad lifa i okkar yndislega landi. Thetta hefur einnig lamad hagvoxt en til ad sjalfbær hagvoxtur skili ser til allra launahopa i landinu verdum vid ad bua vid verdstodugleika.

Nu er svo komid ad vextir eru mjog hair (en thetta er engin havaxtastefna samt) og lantakendur bua vid erfitt astand thar sem vaxtabyrdin er mikil. Tha skjotast alltaf upp evrupælingar og hugsanleg innganga Islands i ESB sem lausn a vandamalinu. En thetta kalla eg bara flotta fra vandamali sem myndi svo skapa enn meiri vanda fyrir okkur sem thjod. Vid inngongu i Evropusambandid tækjum vid upp styrivaxtastig upp a 5%. Thetta thyddi thvi lækkun um 8,75 prosentustig ef gert væri nu um stundir. Vid thetta ykist framleidsluspenna upp ur ollu valdi sem og fjarfesting sem svo myndi kalla a eitthvert stig odaverdbolgu og vid slikt astand er ekki vidunandi ad bua. Thad er omurlegt.

Ad lokum. Peningastefnan virkar til lengri tima en nokkurra manada og er thvi ekki betra ad taka a sig haa vexti i skamman tima sem vinna a verdbolgunni med timanum frekar en ad vera ad lækka vextina mjog hratt og skapa mikid ojafnvægi i formi odaverdbolgu sem grefur undan ollu thvi sem vid hofum blætt fyrir og er okkur kærast?

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Faðir í eitt ár...

Þá er maður bara búinn að vera pabbi í eitt ár og verð ég að segja að sú tilfinning er ansi ljúf og góð. Þetta eina ár hefur líka liðið jafn hratt og vindurinn sem gengið hefur yfir Ísland í allan vetur. Emilía virðist nú öll vera að sætta sig að verða árinu eldri en það stefndi nú í að hún yrði lasin á afmælisdaginn (í gær) en sem betur fer var hún hitalaus og gat farið á leikskólann, þar sem hún var hin kátasta.

En jæja, ég komst ekki langt með vísbendingarnar því það er bara strax komið svar við 4. umferð gúgglileiksins og var þar á ferðinni hún Bidda sem svaraði réttilega: Boston. Hún hlýtur því verðskulduð 5 stig fyrir afrekið og tekur hér með forystu í leiknum.

Staðan eftir 4 umferðir:

1. Bidda 5 stig
2.-3. Jón Sigurður 3 stig
2.-3. Hákon 3 stig
4. Þórir Hrafn 2 stig

Kem von bráðar með 5. umferð.