gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

þriðjudagur, febrúar 26, 2008

Hvaða háa gengi?

Mér finnst peningamálaumræðan vera orðin dálítið ruglingsleg. Ýmsir eru að halda því fram að Seðlabankinn hafi engin tök á verðbólgunni (sem fór upp í 6,8% í morgun, ef miðað er við síðustu 12 mánuði) og á sama tíma sé hann að búa til hátt gengi íslensku krónunnar (en gengisvísitala íslensku krónunnar mælist nú: 128,7 sé miðað við meðalgengi febrúarmánaðar). Hvað eru menn að tala um? Gengi krónunnar hefur ekki verið LÆGRA síðan í júlí árið 2006 (þegar vísitalan stóð í rúmlega 130 stigum). Ég get nú ekki séð að hægt sé að kenna því um samdrátt útflutningsaðila.

Menn verða að gæta sín aðeins á að rugla ekki saman eplum og appelsínum (ef þið skiljið hvað ég á við) þegar þeir tala um peningamál, því þá er hætta á rangtúlkunum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim