gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Bankakreppa...???

Eru bankarnir komnir í greiðsluþrot? Eru eignir þeirra verðfallnar og skuldir komnar með of háa greiðslubyrði? Er eigið fé þeirra uppurið? Þetta er það sem ég les úr fyrirsögnum fréttamiðla þessa dagana.

Ef ríkið "beilar" þá svo út, og Seðlabankinn viki frá verðbólgumarkmiði sínu, þá held ég að skapist talsverð áhættusækni og freistnivandi á ný og verð hækkar MIKIÐ með alvarlegum afleiðingum fyrir stöðugleika í fjármálum.

En jæja, í svartnættinu er best að fá einn gúgglileik.

Gúgglileikurinn

5. umferð. Fyrsta vísbending: 5 stig.

Spurt er um tónlistarmann.
Tónlistarmaðurinn sem er núlifandi, var þekktur fyrir að vera mikill nammigrís (a.m.k. eitt sinn).

6 Ummæli:

  • Þann 9:47 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Ég ætlaði að segja Cat Stevens en þar sem hann er múslimi, getur hann ekki verið nammiGRÍS. ;) Segi bara David Bowie. Hann er svo horaður að hann hlýtur að vera gangandi mótsögn.

     
  • Þann 5:55 e.h. , Blogger Bidda sagði...

    Öh, kannski Meatloaf. Honum finnst allavega gott að borða.

     
  • Þann 10:41 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Jónsi í Svörtum fötum er mitt gisk, finnst hann allveg vera nammigrístípan.

     
  • Þann 2:23 e.h. , Blogger Þórir Hrafn sagði...

    Ringo Starr

     
  • Þann 4:49 f.h. , Blogger Jon Olafur sagði...

    Elton John

    kvedja fra Aussie :)

     
  • Þann 3:21 e.h. , Blogger Ásdís sagði...

    Ossy osburn (veit ekki hvernig það er skrifað)

     

Skrifa ummæli

<< Heim