gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Parken og Íslendingar...

Horfði í gær á eitthvað lið tapa á Parken fyrir dönsku landsliði 3-0. Hefði frekar óskað mér 14-2 tapi eins og forðum. Já, það eru 40 ár síðan þeir Helgi Númason og Hemmi Gunn skoruðu þessi 2 íslensku mörk. Ef við horfum á árangur íslendinga í íslenskum mörkum skoruðum, þá er 14-2 ósigurinn besti leikur íslendinga á Parken fyrr og síðar. Hemmi Gunn er sem sagt sá sem skoraði síðast á Parken fyrir Íslands hönd og var það árið 1967 . Nú er árið 2007 og er enn beðið eftir íslensku marki.

Ein staðreynd finnst mér ansi skemmtileg. Bestan árangur íslendinga á Parken fyrr og síðar á bara einn maður. Það er enginn annar en Einar Bárðarson en gerði sér lítið fyrir og tók öll ÞRJÚ stigin úr sinni viðureign!!! ;o)

mánudagur, nóvember 19, 2007

Afmælisdagurinn...

Já, afmælisdagurinn hefur verið hinn ágætasti, afslappaður og góður. Hóf hann reyndar á lærdómi og að fara með Emilíu á vöggustofuna. En eftir hádegið buðu Kristín og Emilía mér á Vesovius of Copenhagen sem er ítalskur veitingastaður í hjarta miðborgar Kaupmannahafnar. Þar fengum við okkur síðbúinn hádegisverð og fórum síðan á kaffihús Illums og drukkum þar kakó. Prófaði í fyrsta sinn kakó sem búið er til úr hvítu súkkulaði og þótti mér það mjög gott en svolítið sætt fyrir minn smekk.

Eftir kaffíhúsaferðina fórum við í verslun sem allir íslendingar sem koma til Kaupmannahafnar þekkja (H&M) , hvar ég valdi mé skyrtu í afmælisgjöf frá Kristínu og Emilíu. Fékk ég eina forláta flík.

Síðan höfum við sko slappað af hér heima á Solbakkanum þar sem það hefur verið svolítið kalt og okkur langaði ekki að vera meira að þvælast úti. Ætla ekki að hugsa um lærdóm fyrr en á morgun.

En það gerist ekki þörf fyrir nýja vísbendingu því í öllum þessum aragrúa af giski kom fram rétt svar. Þar var að verki Jón Sigurður og stimplar hann sig sterkur inn með þremur stigum. Svarið er: Ljósmynd.

Hér er sú ljósmynd sem meint er sú fyrsta sem tekin var. Samkvæmt heimildum tók það Joseph Niépce um tvo klukkutíma að taka hana. Ef ég man rétt, án myndavélar.Staðan eftir 3 umferðir:


1.-2. Jón Sigurður 3 stig
1.-2. Hákon 3 stig
3. Þórir Hrafn 2 stig

miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Farðu í klippingu hjá honum Luigi...

... en notaðu samt heyrnartólin þín. Hafðu ekki áhyggjur, hann Luigi getur klippt þig samt.Alltaf gaman hjá Luigi.

Jæja, en nú er gúgglileikurinn. Enginn með rétt.

Gúgglileikurinn

3. umferð: Þriðja vísbending. 3 stig.

Segja má að fyrirbærið fangi tímann, þ.e. það gerir okkur kleift að sjá það sem var, það sem er en samt ekki hvað verður, nema þá í framtíðinni.

fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Fjölskyldan komin frá Bretlandi...

Manchesterferðin var í alla staði hin besta og viljum við segja eitt STÓRT TAKK við Andy og Ágústu sem hýstu okkur á meðan við vorum þarna. Frábært að þið gátuð verið bæði í fríi á meðan. Gaman að hitta litlu tvíburana þá Ben og Tom, og náttla foreldrana Emmu og Christian. Svo voru Heather og Tony svo elskuleg að bjóða okkur í mat í Sandbach og viljum við þakka þeim einnig kærlega fyrir frábæran tíma. Ég er mjög ánægður hversu marga við gátum hitt og að okkur tókst að hitta alla svona mikið. Ekki var nú leiðinlegt að Ólöf var í heimsókn á sama tíma og voru því systurnar sameinaðar loksins en það gerist nú ekki oft.

En jæja, þá er það gúgglileikurinn. Ekki er komið svar við spurningunni þó fólk sé orðið ansi heitt.

Gúgglileikurinn

3. umferð: Önnur vísbending. 4 stig.

Fyrirbærið hefur haft hreint út sagt gríðarleg áhrif á 20. öldina og gerir það einnig nú á 21. öldinni. Hafa áreiðanlega fáar uppfinningar náð sama stalli.

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Manchester, England, England...

Tha erum vid fjolskyldan komin til Englands, nanar tiltekid til Manchester. Hofum haft thad mjog rolegt undanfarna tvo dagana en i dag a Andy afmaeli og thvi akvadu thau Agusta ad taka ser fri fra vinnu. Thad er s.s. verid ad undirbua afmaeli nuna. AEtli thad verdi ekki eitthvad gourmet a matsedlinum i kvold ef eg thekki Andy rett, en hann hefur nennt ad elda fyrir okkur fra thvi vid komum a thridjudaginn. Emilia virdist einnig vera i studi her i Englandi, er buin ad thvaelast um midborgina i vagninum sinum.

Jaeja, aetli eg setji ekki 3. umferd i gang i gugglileiknum.

Gugglileikurinn

3. umferd: Fyrsta visbending, 5 stig.

Spurt er um uppfinningu eda fyrirbaeri.

Fyrirbaerid var fundid upp snemma a 19. old. Ohaett er ad segja ad vinsaeldir thessa fyrirbaeris aukist med hverju arinu sem lidur enn thann dag i dag.