gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Fjölskyldan komin frá Bretlandi...

Manchesterferðin var í alla staði hin besta og viljum við segja eitt STÓRT TAKK við Andy og Ágústu sem hýstu okkur á meðan við vorum þarna. Frábært að þið gátuð verið bæði í fríi á meðan. Gaman að hitta litlu tvíburana þá Ben og Tom, og náttla foreldrana Emmu og Christian. Svo voru Heather og Tony svo elskuleg að bjóða okkur í mat í Sandbach og viljum við þakka þeim einnig kærlega fyrir frábæran tíma. Ég er mjög ánægður hversu marga við gátum hitt og að okkur tókst að hitta alla svona mikið. Ekki var nú leiðinlegt að Ólöf var í heimsókn á sama tíma og voru því systurnar sameinaðar loksins en það gerist nú ekki oft.

En jæja, þá er það gúgglileikurinn. Ekki er komið svar við spurningunni þó fólk sé orðið ansi heitt.

Gúgglileikurinn

3. umferð: Önnur vísbending. 4 stig.

Fyrirbærið hefur haft hreint út sagt gríðarleg áhrif á 20. öldina og gerir það einnig nú á 21. öldinni. Hafa áreiðanlega fáar uppfinningar náð sama stalli.

7 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim